KVENNABLAÐIÐ

T A N N H V Í T T UN: Satt og logið um náttúruleg tannhvíttunarefni

Auðvitað vilja allir vera með hvitar og fallegar tennuro g þannig er netið gósenland alls kyns heilsuráða, hugdetta og framandi úrræða að finna a veraldarvefnum sem öll eiga að stuðla að hvíttun tanna á nattúrulegan hátt. En hvað er til í þessu öllu saman? A vef Daily Mail er að finna umfjöllun um hvíttun tanna og hér eru nokkar ranghugmyndir hraktar:

screenshot-www.google.no 2015-06-11 11-07-25

Gera jarðarber tennurnar hvítar?

Sagan hermir að þroskuð jarðarber geri kraftaverk fyrir tennurnar, að með því að mylja og nudda jarðarberi á tannburstann og bursta varlega yfir tanngarðinn. Ef ferlið er endurtekið daglega í tvær vikur, verða tennurnar hvítari.

Þetta segir tannlæknirinn:

Já, því jarðarber innihalda sítrussýru sem getur unnið á glerjunginum. Því þorskaðra sem jarðarberið er, því minni hætta er á að jarðarberið geti unnið skaða á glerjunginum. Svo veljið vel þroskuð jarðarber – nuddið einu beri yfir tennurnar eins og um skrúbb sé að ræða. Sýran i jarðarberinu vinnur ekki beint á glerjungnum og brýtur ekki niður glerjunginn (ekki ef jarðarberið er nægilega þroskað) en getur slipað yfirborðið og þannig hvíttað tennurnar ef ferlið er endurtekið á hverjum degi í nokkrar vikur.

screenshot-www.google.no 2015-06-11 11-10-02

 

Virkar túrmerik fyrir tennur?

Sagan hermir að hálf teskeið af túrmerik sem blandað hefur verið við nokkra dropa af vatni og hrært í þykka blöndu eigi að hvítta tennur – nóg sé að dýfa tannburstanum ofan í og bursta vel. Auðvitað verða svo tennurnar skærgular, þar sem túrmerik er gult að lit – en þegar tennurnar hafa verið pússaðar með tannkremi eftir á – eiga tennurnar að vera hvítari.

Þetta segir tannlæknirinn:

NEI. Þetta er ávísun á stórslys. Reglan i tannhvittun er sú að allt það sem veldur blettum á fötum veldur líka blettum á tönnum. Öll krydd geta valdið ljótum litablettum á tönnum en af öllum kryddum eru gulu kryddin verst allra. Túrmerik mun í besta falli gera tennurnar enn gulari – EKKI gera þetta heima við!

screenshot-www.google.no 2015-06-11 11-11-39

Getur pótassium og magnesíummagn í bananahýði fjarlægt tannstein?

Þetta er aðferðin: Afhýddu þroskaðan banana og nuddaðu tennurnar varlega með hýðinu innaverðu – í u.þ.b. tvær mínútur. Eftir þrjár vikur – ef meðferðinni er viðhaldið daglega – eru tennurnar orðnar hvítari.

Þetta segir tannlæknirinn:

Já. Þetta er satt. Bananahýðið vinnur á yfirborðsblettum, en trefjarnar sem er að finna í innanverðu hýðinu skrúbba glerjunginn líka ofurlétt. Bananahýðið fer ekki djúpt ofan í glerjunginn og vinnur ekki á dýpri litamismun en yfirborðsblettir hverfa eftir reglubundna meðferð í einhvern tíma.

Meiri fróðleik um náttúrulega tannhvíttun má lesa á vef Daily Mail 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!