KVENNABLAÐIÐ

Sítrónu og SALTskrúbbur fyrir fæturna

Gerðu vel við tásurnar í dag og búðu þér til saltskrúbb sem er frábær fyrir fæturna. Skrúbburinn inniheldur olíu, salt og sítrónubörk sem gera húðina silkimjúka og er mjög nærandi fyrir húðina. Þessi lúxus-skrúbbur er þægilegur í notkun og margfalt ódýrari en sambærilegar vörur úr búð.

images-1

Svona ferðu að:

1 bolli sjávarsalt
1/2 bolli kókosolía/ ólívuolía/ möndluolía
1 1/2 tsk sítrónu börkur smátt rifinn
Nokkrir dropar af sitrónu- ilmkjarnaolíu

Notkun:

Blandaðu öllu saman í skál. Notaðu skrúbbinn óspart á fæturna og nuddaðu vel. Skolaðu svo og þurkkaðu fæturna vel. Geymdu skrúbbinn í lokaðri krukku á köldum þurrum stað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!