KVENNABLAÐIÐ

G L A D I A T O R S: SJÚKLEGA heit SANDALATÍSKA í SUMAR

Útvíðar buxur, sem verða sjóðheitar í sumar, falla ekki að smekk allra. Fyrir þær sem ekki kunna við skósíðar skálmar yfir heitustu mánuði ársins (fer ekki örugglega að koma sól?) er skótískan svo geggjuð að stuttbuxur eru eina svarið.

Þeir kallast Gladiators reimaðir sandalar og koma í öllum stærðum og gerðum, litum og útfærslum í sumar. Tískuvikan í París var undirlögð af gladiator sandölum; hælaháum, flatbotna, hnéháum, ökklaháum – ekki bara lagði einn hönnuður áherslu á reimaða Gladiator sandala … heldur vel flestir.

Kúnstin er þó kannski sú að klæðast ekki hnéháum Gladiator sandölum á sólríkum dögum, ekki ef ætlunin er að vera úti lengi við – alla vega. Annars er hætta á að sandalarnir myndi línulaga för á annars fallega fótleggina. Kannski Gladiator sandalar eigi því betur við á kvöldin … eða í hæfilegu sólskini.

Lágbotna Gladiator sandalar geta verið smart að degi til; meðan ökklaháir pinnahælar að kvöldi eru eggjandi og smart – og það er eitthvað pínu rokk í hnéháum Gladiator stígvélum. Allt gengur. Öll snið eru leyfileg. Stuttbuxur. Hringskorin pils. Síðar mussur. Og Gladiator. Geggjað kombó.

 

Valentino, Cloé, Stella McCartney og fleiri hátískuhönnuðir létu fyrirsætur sínar ganga pallana í reimuðum sandölum sem sveipa vor- og sumartískunni í ár bóhemískum og rómantískum ljóma.

Gladiator hafa gengið í og úr tísku; ár eftir ár – eru klassískt trend og skjóta alltaf upp kollinum af og til. Gladiator sandalar voru sjóðheitir árið 2008 … þeir þóttu líka æðislegir á sjöunda áratugnum og eru heitasta skótrendið í sumar. Ekki furða; Gladiators eru eggjandi og öðruvísi skótíska – ögrandi sandalar með dreymnu, bóhemísku ívafi.

Meðan Balmain og Isabel Marant poppuðu upp lúkkið með agressívari gladiator sandölum og tískuverslanir kappkosta við að elta trendið – er eitt á hreinu – götulinsa Instagram er nösk á trendið og úrvalið er hreint ótrúlegt.

Ef skóskíðar gallabuxur og támjóir pinnahælar verða ekki fyrir valinu í sumar, skaltu veðja á stutt pils með rómantísku og hringskornu sniði – aflíðandi mussu …. og gladitor sandala sem segja sex.

Ó og vel á minnst. Áður þú afskrifar gladiator skótískuna, máttu vita að trendið er svo klassískt að sjálf Carrie Bradshaw hljóp upp að altarinu (einmitt, þegar áfallið reið yfir) í logagylltum gladiator pinnahælum. 

Carrie-Bradshaw-shoes-5

#gladiatorshoes

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!