KVENNABLAÐIÐ

DIY – Að prjóna eða ekki að prjóna HNAUSÞYKKT rúmteppi í YFIRSTÆRÐ

Sælar elskurnar. Frúin er að grúska þessa dagana. Rakst á svo ógurlega fallegt rúmteppi. Handprjónað úr grófu garni með prjónum í yfirstærð. Og teppið er rándýrt! Frúin spurði sig samstundis hvort ekki væri bara hægt að prjóna svona teppi heima. Með hlussuprjóna í höndum og svaðalegt ullarlagð á stofugólfinu.

Frúnni langar í eitthvað svona, elskurnar – það er nú ekki erfitt að ímynda sér svona draum á hjónarúmið? 

Classic-azul2Ljósmynd: Knitting Doodles

Svo kappmellar maður bara kantana – gasalega lekker frágangur! 

542c73c5697ab05917000880._w.540_s.fit_Ljósmynd: Knitting Doodles

Frúin veit jú ekki allt – svo hún bara spyr! Kannski er hægt að handgera svona risaprjóna. Trítla bara í næstu byggingarvöruverslun og spyrja hvort strákarnir þarna á lagernum eigi ekki rúnnaða trésívalninga. Í metravís. Sem hægt er að saga niður og slípa svo á köntunum. Frúin er jú forvitin! Hvað með ykkur?

Svona hlýtur að vera að finna í öllum betri byggingavörverslunum – 5 cm í þvermál takk! 

inspiration&realisation_wood_dowel_rod_giant_knitting_needles_diyLjósmynd: Inspiration & Realisation

Hér er hugmynd frá einni sem reið á vaðið og gerði einmitt þetta – hún keypti trésívalninga í byggingavöruverslun, lét saga í hæfilega lengd, yddaði svo kantana og pússaði með sandpappír! Frúin er himinlifandi og ætlar að prófa þetta sjálf!

inspiration&realisation_giant_knitting_needles_diy_tutorialLjósmynd: Inspiration & Realisation

Alla vega, litlu molarnir mínir. Frúin er jú bara að varpa fram hugmynd. Frú Sykurmoli myndi aldrei segja öðru fólki fyrir verkum. Ákveða garn og lengd og mynstur og svona. Það finnst frúnni að hver og einn eigi að ákveða sjálf/ur. Slétt og brugðið, kaðlar, klukkuprjón – brugðið mynstur – þið ráðið þessu algerlega sjálf.

542c7364697ab05953000856._w.540_s.fit_Ljósmynd: Apartment Therapy

542c73c5697ab0593f0008ee._w.540_s.fit_Ljósmynd: Apartment Therapy

Frúnni datt í hug að gera svona teppi. Panta garn héðan og kaupa svo prjóna í byggingavöruverslun. Hlussast niður í sófann með herlegheitin og byrja að prjóna. Rúmteppi Frú Sykurmola verður 230 cm á lengd og 180 cm á breidd. Frúin er jú frekar lítil og sefur í svo nettu rúmi. Auðvitað má breyta málunum að vild. En þetta er svona það sem gengur.

542c73c6697ab0594900085e._w.540_s.fit_Ljósmynd: Apartment Therapy

Svo er bara að lykkja upp þegar hæfilegt garn er fundið, munda risaprjónana og muna að njóta, elskurnar. Jákvæðnin er svo styrkjandi fyrir hjartað og róar svo sálina. Ekki er vanþörf á, á þessum síðustu og verstu!

542c73c4697ab05933000824._w.540_s.fit_Ljósmynd: Apartment Therapy

Hugmyndir og aftur hugmyndir – hvað finnst ykkur?

Smart, ekki satt?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!