KVENNABLAÐIÐ

DIY – Þrjú FRÁBÆR föndurverkefni fyrir fima BARNAFINGUR

Jæja, elskurnar. Frúin Sykurmoli hér. Ægilega gaman að komast að. Börnin föndrandi við eldhúsborðið og svona. Æ, það er svo huggulegt þegar frídaga ber upp. Þá smellir frúin tómum klósettrúllum á eldhúsborðið, rífur upp málningarpenslana og föndurheftarann.

Áður en maður veit af er þetta fínasta pottablóm fætt. Já, já. það má ýmislegt gera úr næstum engu. Við krakkarnir fundum þetta ægilega fína DIY verkefni á vefnum um daginn. Þá safnar maður saman tómum klósettrúllum (Frúin hendir engu) og býr til úr blóm. Voða sætt. Málar í öllum regnbogans litum.

Sjáið bara hvað þetta er einfalt!

toilet-paper-crafts

Nú, svo er það puttamálningin. Við föndrum stundum svona líka. Búum til snjókarla. Úr puttum. Og setjum andlit á. Þessi er ferlega skemmtileg – en doldið subbuleg. Best er að nota bara viðurkennda fingramálningu. Það finnst frúnni. Annars verður svo erfitt að ná málningunni af. Æ, krakkar mínir, látið lakkdolluna alveg eiga sig í þetta verkefni.

Gasalega fínir snjókarlar úr litlum puttum:

how-to-make-snowmen

Æ, jæja, það fer nú að síga á seinni hlutann hjá frúnni í þetta skiptið. Enda orðin alveg örmagna eftir allt föndrið. En gleymið ekki smáfólkinu, segir frúin þó! Krakkar geta líka ræktað sínar eigin kryddjurtir og þeim finnst bara gaman, elsku litlu börnunum, að vökva blómin sín. Sem verða svo borðuð með bestu lyst á endanum.

Tómar gosflöskur, já!

3be3e6bb06bc6b9fe7b138b15ffb62e1

Heyrumst, elskurnar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!