KVENNABLAÐIÐ

Two Bad Bodies: Uppáhalds einkaþjálfarar Michelle Obama eru frábærar vinkonur

Talandi um að taka félaga með sér í ræktina! Þær eru hreint út sagt ótrúlegar, vinkonurnar Jennifer Forrester og Kaisa Keranen, sem æfa undir nafninu TwoBadBodies. Þessar stelpur eru ekki bara frábærar fyrirmyndir, heldur eru þær líka öfundsverðar fyrir samhæfða æfingarútinu og reyndar á barmi heimsfrægðar fyrir dugnaðinn og úthaldið.

Leiðum þeirra lá saman á hlaupabrautinni sem er að finna í háskólanum í Washington á því herrans ári 2004 og hafa þær verið óaðskiljanlegar allar götur síðan. Enn þann dag í dag æfa þær að lágmarki þrisvar í viku saman og leggja undir sig heilu hverfin þegar hvorugri langar að eyða deginum inn í líkamsræktarsalnum.

Upp og niður útitröppur, grasi vvaxnar hæðir, gangbrautir og svona mætti lengi áfram telja. Æfingakerfið tekur stöðugum breytingum eins og það á reyndar að gera.

Okkur þykir skemmtilegast að hefja æfinguna án þess að hafa fyrirfram ákveðið hvað við ætlum að gera – að hanna æfingaplan á meðan við æfum og þróa nýjar hugmyndir. Við æfum til að auka á vellíðan!

Kaisa Keranen

Vinkonurnar halda úti vinsælum Instagram reikningi sem spannar meira en 300.000 áskrifendur, allt frá forsetafrú Bandaríkjanna – sjálfri Michelle Obama og til stúlkunnar í næsta húsi, en hæsvirt Obama hefur gert gott betur en það; svo hrifin er hún af dugnaði stúlknanna tveggja að hún hefur meira að segja deilt hugmyndum að æfingum á eigin samskiptamiðlasíðum .

Tískutímaritið Vogue komst á snoðirnar um stelpurnar fyrir stuttu og fékk þær til að setja saman stuttlega æfingarútínu sem vonandi verður einhverjum innblástur að skemmtilegu æfingakerfi í sumar og vonandi það með kærri vinkonu! Ótrúlega flottar stelpur sem vert er að fylgja eftir:

TwoBadBodies@Instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!