KVENNABLAÐIÐ

Björk tróð upp á Wall Street: Þeytti skífum í fimm ára afmælishófi Tri-Angle Records

Björk er ekki af baki dottin í tónlistarsköpun sinni. Reyndar er söngkonan, sem er búsett í New York, afar iðin við kolann og tróð þannig upp sem skífuþeytir í einkasamkvæmi á Wall Street í New York um síðustu helgi.

.
.

Björk, sem er sjálf búsett í borginni, flutti yfir klukkutíma langt sett með súrrealíska kristalsgrímu yfir andlitinu og hermir sagan að hún borið keim af forkunnarfagurri geimveru að baki tækjaflóði sem bergmáĺaði framandi tónverkum út í salinn.

.
.

Tilefnið var fimm ára afmælishóf útgáfufyrirtækisins Tri-Angle Records – sem mun hvað þekktast fyrir útgáfu framúrstefnulegra verka frá tónlistarfólki á borð við Haxan Cloak, Fatima al Quadiri og Evian Christ svo einhverjir séu nefndir.

.
.

Þá kom útgáfufyrirtækið að útsetningu á síðustu breiðskífu Bjarkar, Vulnicura – þar sem Björk spannaði allan hljómskalann og gerði tilraunir á nýjum samsetningum hljóma sem og ytri mörkum hljómlistar.

.
.

Ásamt Björk tróðu skífuþeytarnir Lotic og Total Freedom sem fróðir telja fremstu skífaþeyta heims í dag. Ávallt sér á báti og sannarlega meðal meistara; Íslendingurinn og tónlistarkonan Björk deildi settinu sjálfu á Soundcloud síðu sinni – sérstakt, ekki satt?

.

Heimild: FactMag

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!