KVENNABLAÐIÐ

DC Comics B R J Á L A Ð I R út í Rihönnu: „Hún BLÖFFAR ekki BATMAN!“

Já ok. Forsvarsmenn DC Comics eru að sögn áreiðanlegra heimilda alveg snakillir út í Rihönnu. Ástæðan mun sú að stúlkan, sem heitir Robyn í raun og veru (Nei, einmitt, hún heitir ekki Rihanna í alvöru) – reyndi að skrásetja sitt eigið fornafn sem vörumerki (nafnið Robyn, sem henni var sumsé gefið lögum samkvæmt sem nýfætt barn, eflaust við hátíðlega athöfn og allt).

En þeim er fúlasta alvara, teiknimyndamógúlum DC Comics, sem meðal annars eiga útgáfuréttinn á ævintýrum Batman og Robin. Með einföldu I-i. Heilt ár mun liðið síðan Rihanna REYNDI að skrásetja nafnið Robyn, með ypsilon, sem vörumerki og eigna sér þannig – rétt eins og Taylor Swift – útgáfuréttinn á eigin fornafni.

Rökin sem DC Comics hafa fært fram er að kvenmannsnafnið Robyn (með ypsilon) sé í raun svo líkt karlmannsnafninu Robin (með einföldu i) að lesendur muni sannfærðir um að hér sé átt við Robin, sjálfan lærisvein Batman, og að ætlun Rihönnu sé að blekkja neytendur.

DC Comics segja þau Robyn og Robin alltof lík – að ekki megi blekkja fólk:

rihanna-dc-comics-briga

DC Comics / Entertainment lögðu fram formlega klögu til Einkaleyfisskrifstofu Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem fram kemur að útgáfa af hvers kyns toga í nafni Robyn (sem mun raunverulegt skírnarnafn Rihönnu) muni valda öngþveiti, leiðum misskilningi og verði til þess að slá ryki í augu almennings.

Rihanna er Robin og myndi valda öngþveiti  – segja forsvarsmenn DC Comics:

rihanna-as-robin-update

Ætlun Rihönnu var að stofna vefrit sem bæri skírnarnafn hennar sjálfrar og við krossum fingur í þeirri von að innan tíðar rísi einmitt vefrit sem teymi stórsöngkonunnar ritstýrir en engum sögum fer af því hvernig Rihanna hyggst svara klögunni.

Sennilega situr því bara ein spurning eftir – er Rihanna kannski Robin?  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!