KVENNABLAÐIÐ

11 ára stúlka syngur lög Adele á farsíma og fær 18 milljónir deilinga á Facebook og YouTube

Ríflega 16 milljónir Facebook notenda hafa deilt myndbandinu hér að neðan, sem sýnir 11 ára gamla stúlku syngja karaoke útgáfu af lagi Adele, Rolling in the Deep en myndbandið var tekið upp á farsíma heima hjá Merideth Puckett, sem býr yfir ótrúlegum raddstyrk.

Móðir Merideth gaf henni leyfi til að hlaða upptökunni upp á netið og deila á Facebook, en í bakgrunni má heyra karaoke undirspilið af farsíma litlu stúlkunnar. Litla systir Merideth sýnir einnig stjörnutakta í myndbandinu og stígur nokkur létt spor en þær stöllur eru nú orðnar heimsfrægar eftir Facebook ævintýrið, sem hefur ratað í fréttamiðla víða um heim. Þannig hafa bandarískir, mexíkóskir, sænskir og nú íslenskir fjölmiðlar deilt myndbandinu sem vekur upp aðra spurningu; er ný poppstjarna komin fram á sjónarsviðið?

Myndbandið sem sjá má hér að neðan er að finna á YouTube rás Merideth og hafa tæplega 2 milljónir notenda horft á þær systur í eldhúsinu heima hjá sér, en fyrir neðan myndbandið sem sýnir hina 11 ára gömlu Merideth syngja er að finna frumútgáfuna af lagi Adele og má vart heyra hvor er hvað!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!