KVENNABLAÐIÐ

Hlutir sem konur ættu aldrei að sætta sig við í sambandi

Það eru margir hlutir sem konur ættu aldrei að sætta sig við í sambandi og þetta er auðveldara sagt en gert. Við erum flóknar verur og þó við vitum að við eigum ekki að vera með einhverjum þá er ekki svo auðvelt að labba í burtu. Mundu að þú átt aðeins það besta skilið og það á enginn að fá að koma illa fram við þig á neinn hátt. Hér er listi af hlutum sem þú átt aldrei að sætta þig við í sambandi.

 

1. Lygar
Þú ættir aldrei að sætta þig við að hann ljúgi að þér. Alveg sama um hvað. Manni sem lýgur er ekki hægt að treysta.

 

2. Drykkja
Þá erum við ekki að tala um að hann megi ekki fá sér í glas og skemmta sér. Við erum að tala um gæjann sem fer alltaf yfir strikið og kennir svo áhrifum alkóhóls um þegar hann gerir einhverjar gloríur. Það mun enda illa.

 

3. Móðganir
Gæji sem gerir lítið úr þér eða er með andstyggilegar athugasemdir sem móðga þig og særa er ekki í lagi. Oft er þetta týpan sem er að vera fyndinn á þinn kostnað. Það er ekki í lagi.

 

4. Ofbeldi
Við lendum í allskyns aðstæðum í lífinu og stundum er eins og ofbeldi sé eina svarið. En að strákurinn sem þú ert með beiti ofbeldi gegn einhverjum einhvern tíma er ekki í lagi. Þú veist aldrei við hverju má búast af slíkum manni.

 

5. Framhjáhald
Hverjar sem aðstæðurnar eru þá er framhjáhald aldrei í lagi og þú átt ekki að sætta þig við slíkt. Það getur verið erfitt að sætta sig við að sá sem þú elskar sveik þig og hélt framhjá þér en trúðu mér ef hann gerir það einu sinni þá getur það gerst aftur.

 

6. Óheiðarleiki
Ekki eyða tíma og orku í að eltast við gæja til að finna út hvort að hann sé nægilega hrifinn af þér. Þú átt að finna það strax í sambandinu eða mjög fljótlega allavega. Maður sem dregur þíg áfram og gefur þér von en samt ekki er ekki þess virði. Hann ætti að koma hreint fram og segja þér hvort að hann sé hrifinn af þér eða ekki.

 

7. Stjórnun
Ef að strákurinn sem þú ert með er að reyna stjórna þér, í hverju þú ert, hvernig þú ert, hvað þú gerir, þá skaltu losa þig við hann. Hann elskar þig þá ekki eins og þú ert. Stundum áttar maður sig ekki einu sinni á þessu. Gerist hægt og rólega og allt í einu er hann farinn að stjórna öllu og þú ert ekki þú sjálf lengur. Hlustaðu á hvað vinir þínir hafa að segja.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!