KVENNABLAÐIÐ

10 matartegundir sem hjálpa þér að brenna kaloríum

Foods to Eat to Burn More Calories

Það eru til ýmsar tegundir af mat sem þú getur borðað á hverjum degi til að brenna kaloríum og léttast. Góðu fréttirnar eru að þessar matartegundir eru súper bragðgóðar og frábærar fyrir heilsuna. Prófaðu að bæta nokkrum af þessum uppástungum í daglegt eða vikulegt mataræði og ekki gleyma að æfa reglulega. Þannig nærðu að brenna helling af hitaeiningum og bæta heilsuna. Án þess að tefja, hér eru 10 matartegundir fyrir brennsluna.

1. Greipaldin

Grapefruit

Greipaldin hjálpar til við efnaskipti líkamans og brennslu hitaeininga. Þessi ávöxtur getur gert þig saddari mun fljótar og lengur með færri kalóríum. Auk þess er greipaldin ríkur af trefjum sem hjálpa til við glúkósamagn í blóðinu. Þú getur bætt greipaldin í ávaxtasalatið þitt, smoothie eða drukkið safann beint.

2. Sellerí

Celery

Leyndarmálið á bakvið sellerí er afar einfalt, það inniheldur færri kalóríur og brennur fleirum en þú borðar. Sellerí er aðallega vatn, sem getir það að góðri viðbót við mataræðið. Hinsvegar er sellerí ekki sniðugt sem uppistaðan í eigin kúr þar sem líkaminn mun ekki fá þau nauðsynlegu steinefni og önnur næringarefni. Þannig að best er að blanda sellerí við annan mat og rétti.

3. Heilkorn

Whole grains

Rannsóknir hafa sýnt fram á heilnæmi heilkorna fram yfir unnið korn. Það minnkar áhættuna á langvinnum sjúkdómum. Þessi tegund korns er einnig góður hluti af mataræðinu þar líkaminn er lengur að vinna úr því og þú ert saddur á meðan. Heilkorn er einnig ríkt af ýmsum vítamínum, steinefnum og kolvetni en fitulítið.

4. Grænt te

Green tea

Ef þú hefur ekki uppgötvað grænt te sem búst fyrir efnaskiptin þá er svo sannarlega kominn tími á það. Þessi austræni heiti drykkur hefur orðið að eðlilegum parti lífs okkar, en við megum ekki gleyma stórkostlega heilsumsamlegum eiginleikum þess. Grænt te er fullt af andoxunarefnum og hjálpar til við efnaskipti og þyngdartap, sem er bara frábært ekki satt? Fáðu þér endilega bolla af vellyktandi grænu tei og gerðu eitthvað gott fyrir kroppinn.

5. Omega-3

Omega-3

Sýnt hefur verið fram á það með vísindalegum rannsóknum að Omega 3 getur komið jafnvægi á efnaskipti líkamans. Omega 3 eru fitusýrur sem hafa áhrif á magn leptin hormóna, sem stjórnar brennsluhraða fitu. Þar sem líkaminn býr ekki til Omega 3 verðum við að fá það með því að borða fisk (túnfisk, síld, lax td.) eða með fæðubótarefnum.

6. Kaffi

Coffee

Það er erfitt að ímynda sér lífið án þess að hafa gómsætt og ilmandi kaffi við höndina snemma morguns. Við vitum það öll að kaffi fær okkur til að líða virkari og meira tilbúin í að takast á við hlutina. Þegar líkaminn fær koffín eykst hjartslátturinn, blóðið verður súrefnisríkara og líkaminn brennir fleiri hitaeiningar. Því miður er það góða við kaffi skemmt með allskyns rjóma og sykri sem við bætum í bollann. Það er hægt að setja eitthvað hollara út í kaffi, eins og td. kanil.

7. Avókadó

Avocado

Avókadó er þrefaldur fitubrennari. Það inniheldur einmettaða fitu sem hraðar efnaskiptum og hjálpar þeim hluta af frumum líkamans sem búa til orku, að vinna gegn niðurbroti.
Til viðbótar hefur avókadó heilmikið af hollustueiginleikum. Það minnkar kólesterólmagn, hjálpar líkamanum að lækna sár, minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum og áföllum og er gott fyrir augu og hár. Þú getur sett hálft avókadó í blöndu með tómötum og sjávarsalti og fengið fljótlegan og orkuríkan morgunmat, bætt niðurskornu avókadó í salat með grænum baunum og spínati, eða búið til orkudrykk með avókadó, kanil og kókosmjólk.

8. Kryddaður matur

Spicy foods

Allt sem er bragðsterkt flokkast sem matur sem hjálpa þér að brenna kaloríum hraðar. Það er hitaeiningalítið og getur verið góð viðbót í rétti. Td er hægt að nota cayenne pipar eða sterkar sósur eins og tabasco. Passaðu bara að lesa innihaldslýsinguna vel áður en þú skellir þeim í réttinn.

9. Chia fræ

Chia seeds

Chia fræ eru full af próteini, trefjum og omega 3 fitusýrum og hjálpa til við efnaskiptin, minnka svengd og auka virkni glucagon sem er mikilvægt hormón tengt brennslu fitu. Skelltu smá af chia fræjum í vatnsbað í 15 mínútur og þær stækka tífalt. Chia fræ hjálpa þér að finna fyrir saðningu mun lengur og hindra ofát. Þú getur bætt þeim út í orkudrykkinn, salatið, jógúrt ofl.

10. Brasilískar hnetur

Brazil nuts

Ein af bragðbestu matartegundum fyrir kaloríubrennslu eru þessar hnetur. Þær auka hjá þér efnaskiptin með því að breyta thyroid hormónum í T3. Brasilískar hnetur geta unnið gegn appelsínuhúð og bætt ónæmiskerfið. DRekktu brasilíska hnetumjólk með kardamónum og vanillu, eða bara nartaðu í þær og settu út í papaya, mangó og sítrus ávaxta salat.

Þegar þú áttar þig á eiginleikum þessara matartegunda þá ertu með öfluga vitneskju sem hjálpar þér að halda góðri heilsu og að léttast. Þessar fitubrennandi matartegundir auka efanskipti líkamans og brenna kaloríum hraðar. Með góðri hreyfingu þarftu ekki að bíða lengi eftir árangri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!