KVENNABLAÐIÐ

Svona heldur Kate Hudson sér í dúndur formi!

Kate Hudson leikkona deilir með lesendum leyndarmálinu um hvernig hún heldur sér í formi:

1. Einblíndu á heilbrigði en ekki á töluna á vigtinni
Þegar ég var yngri gat ég borðað hvað sem er og fitnaði ekki en ég sá þegar ég varð eldri að það gengur ekki að láta hvaða óhollustu sem er ofan í sig. Líkaminn breytist með aldrinum. Mamma kenndi mér að ég yrði að borða hollan mat og sagði mér að ég borðaði alltof mikið af hamborgurum. Og þá meina ég að ég fókuseraði meira á hollustuna en það að ég myndi þyngjast.

2. Hugarfar: 
Þetta er hægara sagt en gert veit ég en þetta snýst um hugarfar og sjálfsaga.

3. Þekktu hvað það er sem dregur úr þér: 
Ég geng í gegnum tímabil þar sem ég nenni ekki neinu. Og ég elska að hafa það kósý og fá mér vínglas. Og ég leyfi mér það en bara stutt í einu og þess á milli þá stunda ég heilbrigða lífshætti eins og ég get.

4. Spurðu sjálfa þig af hverju: 
Þegar ég er ekki stemmd til að hugsa vel um mig og hreyfa mig og borða hollt þá spyr ég mig afhverju. Stundum er svarið tengt streitu í lífi mínu, stundum tilfinningatengt, leti og þreyta og stundum hef ég enga ástæðu. Staldraðu við, taktu þér nokkrar mínútur til að spyrja sjálfa þig hvernig þér líður og tengja líkama og huga. Það hvetur mig áfram.

5. Hringdu í vinkonu: 
Þegar mig langar að hreyfa mig en kem mér ekki alveg af stað þá finnst mér gott að hringja í vinkonu og spurja hvort hún nenni með mér í ræktina, í tíma eða bara út að ganga. Það hjálpar mér alltaf.

6. Veldu hreyfingu sem þú elskar: 
Ég er ekki mikill aðdáandi líkamsræktastöðva. Það er munur á að vera heilbrigður og að halda sér í formi. Ég er meiri áhugamanneskja um að fólk sé virkt og það hefur jákvæðar afleiðingar. Það er gott að finna það þegar líkaminn styrkist og þú verður spennt fyrir að byrja hreyfa þig. Ég elska að dansa og fara í hópatíma þar sem er skemmtilega tónlist og hreyfa mig. En öll erum við ólík og hver og einn verður að finna það sem honum finnst skemmtilegt að gera. Hvort sem það er ganga, synda, hlaupa, lyfta, hjóla, dansa o.s.frv.
Höfum gaman af lífinu!

Þýtt og endursagt af Insyle.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!