KVENNABLAÐIÐ

Ertu með þurra húð eða þurran hársvörð?

Þurr og viðkvæm húð er algeng og þarfnast sérstakrar athygli. En hverjar eru bestu leiðirnar til þess að hugsa um hana? Leyfðu Decubal að vísa þér réttu leiðina í gegnum allar mýturnar um þurra húð og hársvörð og gefa þér bestu ráðin.

 

 

Mýta 1: Sápa er eina leiðin til að hreinsa húðina

Hefðbundin sápa þurrkar húðina sem gerir það að verkum að hún hentar síður til þess að hreinsa andlit og líkama. Til þess að halda húðinni mjúkri og rakri þarf að nota mildar hreinsivörur sem eru á sama tíma rakagefandi. Mundu líka að endurtekin böð/sturtuferðir þurrka upp húðina og enn frekar ef vatnið er mjög heitt.

Face_Wash
Ráð! Prufaðu Decubal face wash – rakagefandi hreinsifroðu fyrir þurra og viðkvæma húð sem hreinsar andlitið á áhrifaríkan hátt án þess að þurrka húðina. Þegar þú ferð í bað eða sturtu notaðu þá miðlungs heitt vatn og milda olíu, t.d. Decubal shower & bath oil, sem veitir húðinni raka á meðan hún hreinsar húðina.

Screenshot 2015-03-31 14.49.30

 

 

Mýta 2: Drekktu nóg af vatni til þess að húðin tapi ekki raka

Ofþornaður líkami og húð eru algjörlega hvor sinn hluturinn. Vatn er nauðsynlegt fyrir líkamann en kemur ekki í veg fyrir þurra húð. Til að meðhöndla þurra húð er best að nota mildar og rakagefandi húðvörur.
Ráð! Sum svæði líkamans eru venjulega berskjaldaðri en önnur. Decubal lips & dry spots balm gefur þurrum vörum, tættum naglaböndum og öðrum þurrum svæðum sérstaka umönnun.

unnamed-4

 

Mýta 3: Ekki ætti að bera á sig krem of oft

Ef þú ert með þurra húð, þá er nánast ómögulegt að bera á hana of mikið eða of oft þar sem þurra húð skortir einfaldlega raka. Berðu á þig þangað til þér finnst húðin ekki lengur vera strekkt, ert og flagnandi. Fyrir þurra húð er mælt með notkun krema sem hafa hátt fituinnihald.

unnamed-3

Ráð! Við mælum með Decubal original clinic cream með 38% fituinnihaldi sem rakakremi fyrir einstaklinga með þurra húð. Fyrir mjög þurra og erfiða húð er hægt að nota Decubal lipid cream með 70% fituinnihaldi sem veitir áhrifaríka en jafnframt milda umönnun. Bæði kremin má nota daglega.

Mýta 4: Flasa og þurr hársvörður er sami hluturinn

Flasa og þurr hársvörður er hvor sinn hluturinn og ætti að meðhöndla á mismunandi hátt. Venjulega eru húðflögur vegna þurrs hársvarðar á stærð við lítil rykkorn. Húðflögur vegna flösu eru á stærð við títiprjónshaus og losna ekki eins auðveldlega frá hársverðinum.

Screenshot 2015-03-24 16.42.48
Ráð! Ef þú ert með þurran hársvörð – veldu þá mild sjampó eins og Decubal mild shampoo með B5 vítamíni og hveitiklíði. Notaðu Decubal dry scalp treatment þegar hársvörðurinn þarfnast nærandi og róandi meðferðar. Ef þig grunar að þú sért með flösu þá ættirðu að prófa sérstakt flösusjampó í nokkrar vikur og athuga hvort það lagast.

Screenshot 2015-03-31 14.47.08

 

Mýta 5: Þurr húð er aðallega vandamál á veturna

Það er satt að kuldi og þurrt loft auka enn frekar vandamál með þurra húð, en fyrir marga er þurr húð vandamál allt árið um kring. Á sumrin fá margir til dæmis þurra húð og hársvörð vegna sólarinnar.

Original_Clinic_Cream
Ráð! Mjúk og teygjanleg húð er ónæmari fyrir utanaðkomandi áreiti en þurr húð. Haltu húðinni þinni mjúkri allt árið um kring með því að nota mild og rakagefandi krem eins og Decubal original clinic cream.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!