KVENNABLAÐIÐ

Nýtt sýnikennsluvídeó frá Tanya Burr

Vloggarinn Tanya Burr hefur á stuttum tíma slegið í gegn og augnhárin hennar hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á Íslandi síðan þau komu til landsins í nóvember. Nú þegar mikið af árshátíðum eru framundan er frábært að fá hugmyndir að flottum förðunum. Það auðveldar að sjálfsögðu mikið að gera farðanir þegar svona klár dama eins og Tanya Burr sýnir okkur skref fyrir skref hvernig við eigum að gera flotta gyllta augnförðun.

Augnförðunin sem hún gerir er með brúnum og gylltum tónum og því sérstaklea hátíðleg. Brúntóna litir passa vel við alla augnliti og gefa augnumgjörðinni mjúka og hlýlega umgjörð. Til að fullkomna svo umgjörð augnanna notar hún stöku aunghárin úr línunni sinni til að ramma þau fallega inn.

Tanya_Burr_Individual_False_Lashes_1413991347

 

Takið sérstaklega eftir því í myndbandinu að hún notar bursta úr nýrri Bold Metals línunni frá Real Techniques en burstarnir eru væntanlegir til Íslands í sumar.

 

 

Stök augnhár er skemmtilegt að nota þar sem þau falla svo vel saman við ykkar augnhár og gefa því oft á köflum náttúrulegri umgjörð heldur en heil augnhár. Margar konur eru hræddar við að nota stök augnhár en það eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga til að auðvelda ykkur verkið og Tanya sýnir það mjög vel í myndbandinu hér fyrir neðan.

Screen Shot 2015-02-25 at 8.09.51 PM

 

  • Notið plokkara til að taka augnhárin úr umbúðunum, takið utan um þau eins nálægt hnúðnum og þið getið.
  • Setjið lím á handabakið ykkar og dýfið hnúðnum í lím.
  • Horfið niður í spegil og komið hnúðnum fyrir þétt upp við rót ykkar augnhára.
  • Raðið svo augnhárunum upp yfir aunglokin eitt í einu á hvert augnlok svo þið getið passað uppá að augnhárin séu eins báðum megin.

Stöku augnhárin hennar Tönyu koma í þremur stærðum í pakkningunum – short, medium og long. Augnhárunum getið þið raðað eftir ykkar skapi og það getur verið flott að nota allar stærðir eða setja þær á víxl til að fá mikla þéttingu á augnhárunum ykkar.

Góða skemmtun!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!