KVENNABLAÐIÐ

Kaldi er bjór fyrir þroskað fólk sem kýs hollustu

Við tókum smá bjórsnúning og smökkuðum Kalda með það fyrir augum að kynnast honum náið en ekki svo náið að við fengjum leið á honum og vildum strax hætta með honum. Semsagt drekka hann í hófi svo að við værum til frásagnar um gæði hans og áhrif.

Kaldi er bruggaður eftir tékkneskri hefð. Ekkert okkar talar tékknesku svo við töluðum bara íslensku á meðan við drukkum hann.

Fyrsti sopinn er svalandi, bragðmikill og dálítið frekjulegur. Svona: Hér er ég! Þú munt ekki komast upp með neitt kjaftæði vinur!

kaldi_lager_1_640

Á vefsíðu Bruggsmiðjunnar segir:

„Markmiðið með bjórnum var að búa til vandaðan bjór með miklu bragði þar sem að markhópurinn yrði þar af leiðandi aðeins þroskaðara fólk.“

Við erum nú ekkert sérlega þroskað fólk en okkur fannst við samt alveg ráða við hann Kalda. Nafnið var þaulrætt og já, það er mjög flott! Kaldi! Gef mér einn kalda, Kaldi! (Það er ef maður á vin sem heitir Kaldi)

Screenshot 2015-01-15 22.32.46

En svo föttuðu stelpurnar í hópnum eitt og við héldum að samkvæmið myndi leysast upp. Kaldi er hollur! Enginn viðbættur sykur, ógerilsneyddur og ENGIN ROTVARNAREFNI!!!

Þetta varð alveg til þess að við pöntuðum annan round og öllum fannst þeir voða healthy og eiginlega eins og þeir væru bara í ræktinni.

Niðurstaða: Kaldi er töff og allavega ekkert óhollur bjór!

Drekkið eins og fólk og hagið ykkur ekki eins og svín!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!