KVENNABLAÐIÐ

Barnaklám í fórum Salling (33) sýndi stúlkur undir 10 ára aldri beittar skelfilegu ofbeldi

Ógeðfelldar fregnir af barnaklámi því er lögreglan gerði upptækt snemma í gærdag á hörðum disk söngleikjastjörnunnar Mark Salling halda áfram að berast úr henni gömlu Hollywood.

Salling, sem fyrst sló í gegn sem Puckerman, í unglingasmellinum GLEE var í gær handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald, eins og SYKUR greindi frá, en kyntáknið reiddi fram 20.000 Bandaríkjadali í tryggingu og var látinn laus síðdegis þann sama dag.

Húsleit kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í L.A. leiddi í ljós að Salling, sem orðinn er 33 ára gamall, hafði yfir að ráða þúsundum ljósmynda af ólögráða börnum í kynferðislegum athöfnum á hörðum disk fartölvu sinnar. Er nú komið í ljós að sumar ljósmyndanna sýndu berlegt kynferðislegt ofbeldi gegn stúlkum yngri en 10 ára gömlum og hefur málið vakið mikinn óhug vestanhafs.

Salling sló fyrst í gegn sem Puckerman í söngleiknum GLEE
Salling sló fyrst í gegn sem Puckerman í söngleiknum GLEE

Enn á lögreglan eftir að yfirfara spjaldtölvu, aðra fartölvu og farsíma leikarans ástæla og er búist við að enn meiri viðbjóður muni líta dagsins ljós á næstu dögum. Um skelfilegt mál er að ræða, en það var fyrrum unnusta leikarans sem kom kynferðisbrotadeild á sporið og greindi fyrst manna frá skelfilegu eðli ljósmyndanna.

Salling fór með eitt aðalhlutverka í unglingasöngleiknum GLEE í fyrstu fjóru þáttaröðunum og var reglulegur gestaleikari allt þar til söngleikjaserían leið undir lok, en hann gerði síðar garðinn frægan sem kristilegur söngvari og var að vinna að eigin sjónvarpsþáttaröð þar til handtökuna bar að. Fall Salling er því talsvert og eins og Washington Post skýrir frá hafa fáar stjörnur risið upp að nýju eftir svo alvarlega atvikaröð sem Salling stendur nú frammi fyrir, jafnvel þó engin ákæra hafi verið gefin út á hendur unglingastirninu enn sem komið er.

Hér má hlýða á Salling flytja slagarann Just My Imagination í Hvíta Húsinu árið 2011: 

TMZ greindi frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!