KVENNABLAÐIÐ

Mömmustríð – Fellum ekki dóma um aðra mæður!

Fæst okkar vilja kannast við að hafa lagt mat á hæfni foreldra; getu mæðra til að annast eigin börn. Öll höfum við þó einhverju sinni gotið illu auga að örvæntingarfullu foreldri, sem reynir af alefli að sefa grátandi barn sitt á yfirfullum veitingastað, um borð í flugvél eða jafnvel á götu úti.

Í auglýsingunni hér að neðan, sem að vísu er amerísk og tekur mið af aðstæðum þar í landi, er farið ofan í saumana á þeim vanmætti sem mæður nýfæddra barna upplifa oft þegar upp fyrir þeim rennur að lífið getur verið óútreiknanlegt, að aðstæður geta verið alla vega og að enginn getur brugðist við af fullum heilindum og óskiptri yfirvegun í fjölbreytilegustu aðstæðum.

Þó fyllilega mannlegt sé að renna auga til næsta manns, bera saman eigin aðstæður og annarra og jafnvel upplifa ákveðna yfirburðatilfinningu eitt andartak – er hvorki heilbrigt né uppbyggilegt að meta og mæla út stöðugt hversu vel eða illa öðrum tekst til.

Því er auglýsingin hér þróttmikil áminning um þá staðreynd, hversu erfitt nýbökuðum foreldrum þykir að vera undir stöðugri smásjá hins árvökula vegfaranda og hversu mikilvæg samstaðan er í lífi mæðra.

Falleg hugvekja sem þjónar sem þörf áminning þess að hafa kærleikann í fyrirrúmi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!