KVENNABLAÐIÐ

Alfyrstu myndir af tökustað – Hver barnar Bridget Jones í þriðju myndinni?

Bridget Jones er við hestaheilsu, kasólétt og birtist brátt örvingluð á hvíta tjaldinu – elskuð og dáð en eilíflega einhleyp og brátt móðir í ofanálag.

Línur eru teknar að skýrast og tökur eru hafðar á þriðju myndinni, en með aðalhlutverk fara þau Reneé Zellweger, silfurrefurinn Colin Firth og hjartaknúsarinn Patrick Dempsey og loks eru ljósmyndir af tökustað teknar að leka út á netið.

Hugh Grant er fjarri góðu gamni í þriðju myndinni, sem ber nafnið Brigdet Jones’s Baby, en þrátt fyrir að Helen Fielding, sem er höfundur sagnaraðarinnar virðist hafa tekið Mark Darcy af lífi á prenti, er sögupersóna Colin Firth enn bráðlifandi á kvikmyndatjaldinu og hann er enn jafn vonleysislega skotinn í Brigdet, þrátt fyrir að köldu andi á milli þeirra í væntanlegri mynd.

bridget-jones-diary-patrick-dempsey
Brigdet er orðin 43 ára gömul, er kasólétt og hefur enga hugmynd um hver pabbinn er

Samkvæmt því er kemur fram á vef Vanity Fair, eru þau Darcy og Bridget fjarlægari en áður en aðalskvísan er nú orðin 43 ára gömul, einhleyp og á von á barni. Eins og það sé ekki nóg, hún hefur ekki nokkra hugmynd um hvort Darcy, eða billjónamæringur að nafni Jack, sem er leikinn af Dempsey, er faðirinn.

Þrátt fyrir að engin kona óski sér að hafna í stöðu Bridget, segir Reneé í viðtali við Entertainment Weekly að hún kunni vel við þróun mála:

Ég er sátt við söguþráðinn, því þetta er raunveruleg staða sem margar konur geta tengt við. Það er einfaldlega rétt að segja frá ævintýrum Brigdet á þessu tímaskeiði ævi hennar.

Þessi orð tekur pródúsentinn Debra Hayward undir og bætir því við að allir vinir Bridget hafi vaxið upp úr eldri siðum:

Þau hafa öll haldið áfram með lífið. Allir eiga börn nema Bridget. En það hafa flestar konur upplifað, ekki satt?

Auðvitað er aldrei víst að þau Bridget og Darcy nái í raun og veru saman að nýju, en Firth segist ekki svo viss:

Ég meina, Mark var óöruggur á sínum tíma og efaðist um eigið ágæti. Hann var sannfærður um að Daniel [Hugh Grant] væri betri en hann. Svo kemur þessi Jack fram á sjónarsviðið [leikinn af Dempsey] og hann er ekki bara sjarmerandi heldur líka góður gæi og það er eiginlega enn hryllilegra á ákveðinn hátt.

Augljóst er að mikið er í vændum fyrir Bridget, en stúlkurnar á ritstjórn fylgjast spenntar með og uppfæra stöðuna jafnóðum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!