KVENNABLAÐIÐ

Adele sló gjörsamlega í gegn í beinum flutningi í New York – All I ask

Adele svíkur ekki fremur en fyrri daginn, en stjarnan tróð upp á sviði í New York sl. mánudag og var sjónvarpað frá tónleikunum, sem fram fóru í myndveri.

Viðburðurinn bar heitið Live In New York City“ concert special en þar fór Adele bókstaflega á kostum þar sem hún flutti efni af nýútkominni metsölubreiðskífu sinni, 25, sem hefur slegið öll sölumet. Hér má sjá sjálfa Adele á sviði flytja stórsmellinn All I Ask, en þó myndgæðin séu í slakari kantinum spillir upptakan ekki fyrir ógleymanlegum flutningi söngdívunnar og ekki ber á öðru en að hún sé enn stórkostlegri í beinum flutningi en í hljóðveri.

Spurningin er því þessi; hefur þú tryggt þér miða á Evróputúr Adele á næsta ári?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!