KVENNABLAÐIÐ

Nýbökuð móðir missti móður sína og föður barnsins á leið á spítalann

Sorglegt: Chrystal Matrau-Belt fór í læknisskoðun á föstudaginn var og komst að því að barnið væri á leiðinni – allt of snemma. Læknir úrskurðaði að hún væri með allt of háan blóðþrýsting og setti hana af stað.

Þegar Chrystal, sem er 24 ára gömul og býr í Michigan ríki í Bandaríkjunum, var komin með hríðir hafði hún samband við barnsföður sinn og sambýlismann, Emil Skokan III og sagði honum að koma upp á spítala.

 

mom3

 

„Ég fékk textaskilaboð frá Emil sem spurði hvort hann ætti að koma með eitthvað,“ segir hún, „Ég er á leiðinni og ég elska þig.“

Emil sótti tengdamóður sína, Peggy Nichols, í leiðinni og þau þustu upp á spítala. Á leiðinni missti hinn 34 ára gamli tilvonandi faðir stjórn á bílnum og þau klesstu á tré. Þau létust bæði samstundis.

mom2

Lögregluyfirvöld segja að hraðakstur hafi ollið slysinu. Chrystal sagði við fréttastofur að sennilega hefðu þau viljað komast á spítalann eins fjótt og unnt væri með þessum hræðilegu afleiðingum: „Þau vildu ekki missa af neinu, þau vildu bara vera hérna hjá mér.“

 

mom1

 

Chrystal þurfti að fara í keisaraskurð og var illa áttuð þegar barnið átti að verða tekið úr móðurkviði. Hún þráspurði um manninn sinn og móður en það var ekki fyrr en að aðgerðin var um garð gengin að stjúpfaðir hennar færði henni þessar hörmulegu fréttir: „Ég kólnaði öll að innan. Ég skildi ekki hvað var að gerast. Þau voru bæði svo ótrúlega spennt fyrir fæðingu barnsins (drengur sem fékk nafnið Jeremiah).“

 

Heimild: Kalamazoo Gazette

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!