KVENNABLAÐIÐ

Hundar sem bjargvættar lítilla mörgæsa: Fallegasta saga dagsins

Refir höfðu næstum drepið allan stofn lítilla mörgæsa á eyju einni í Ástralíu þegar hundar urðu óvæntir bjargvættir þeirra.

Nú hefur verið gerð mynd um þetta einstaka ævintýri sem varð til fyrir hugvit bónda nokkurs og er hún þegar orðin mjög vinsæl í heimalandinu, Ástralíu.

Middle Island er lítil eyja rétt sunnan Viktoríu í Ástralíu – falleg eyja með vindsorfnar strendur. Þar er heill stofn af minnstu mörgæsum í heimi. Mörgæsirnar hétu áður Fairy Penguins en bera nú nafnið Little Penguins, sem þýðir jú bara „litlar mörgæsir.“ Það er nú einmitt það sem þær eru – þegar þær standa eru þær eingöngu um 30-40 cm háar!

 

oddball2

 

Þær skiptu hundruðum á litlu eyjunni sinni áður en innrás refa gerði þær næstum útdauðar.

Peter Abbot sem vinnur að verndun mörgæsa segir að tala mörgæsanna á eyjunni hafi farið frá 800 niður í einungis fjórar: „Í stærstu slátruninni sem við urðum vitni að fundum við 360 fugla dauða á aðeins tveimur nóttum. Refir eru öflug rándýr – þeir drepa allt sem fyrirfinnst.“

 

oddball3

 

Þetta atvik átti sér stað árið 2005 en hafði vandinn þó verið til staðar áður. Middle eyjan – sem er óbyggð mönnum – er rétt fyrir utan meginlandið og er hægt að vaða yfir 20-30 cm vatn til að komast að henni. Þegar fjara er þurfa refirnir því bara að trítla yfir og blotna varla í lappirnar.

Aukin sandmyndun ásamt fjölgunar í refastofninum olli því að beint lá við að drepa litlu mörgæsirnar.

 

oddball4

Litlu mörgæsirnar eru minnstar allra mörgæsa og finnast eingöngu í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þær para sig eingöngu við eitt dýr og búa til hreiður oftast á sama stað, ár eftir ár. Verði getnaður hjá parinu koma út úr því tvö egg sem klekjast á 35-37 dögum.

 

oddball5

 

Swampy Marsh (raunverulegt nafn hans!) kjúklingabóndi í nágrenninu sem lét þennan vanda ekki óátalinn og datt í hug frábær lausn. Hann sendi einn hunda sinna sem er af tegundinni Maremma út í eyjuna til að vernda mörgæsirnar. Þessi hundur, Oddball, var sá fyrsti af nokkrum í þessari ótrúlegu tilraun sem bar svona glæsilegan árangur. Í Ástralíu eru þessir hundar notaðir til að vernda hænsni, geitur eða kindur.

Abbott segir að um leið og Oddball kom á eyjuna breyttist hegðun refanna: „Það breytti valdastiginu hjá dýrunum. Refirnir heyra gelt hundanna og finna lyktina þannig þeir forða sér.“

Ótrúlegt en satt – en frá því að Oddball og ferfættu vinir hans stigu fæti á eyjuna hefur ekki ein einasta mörgæs verið drepin!

 

oddball6

 

 

Nú er stofn litlu mörgæsanna kominn upp í næstum 200 fugla. Sex eða sjö hundar sjá nú um verndun litlu vina sinna og bætist sá áttundi í hópinn árið 2016. Hundarnir eru fimm til sex daga á eyjunni frá október til marsmánaðar því þá er varptími mörgæsanna. Þrátt fyrir að hundarnir séu ekki alltaf á staðnum er lyktin af þeim nægileg til að halda refunum í burtu.

Nú hefur verkefnið verið fest á filmu í leikinni mynd sem hefur gersamlega slegið í gegn í Ástralíu og stefnir nú á vestrænan markað. Ferðamönnum fjölgar ört og búist er við miklum fjölda næsta sumar í ferð sem kallast „Meet the Maremma Tour“.

Þar skoða ferðamenn þessa frábæru og fallegu hunda sem bjarga litlu sætu mörgæsunum. Þetta yljar manni svo sannarlega um hjartarætur í skammdeginu!