KVENNABLAÐIÐ

Lady Gaga opnar sig um nauðgun sem hún varð fyrir 19 ára gömul

Poppdívan Lady Gaga hefur nú sagt opinberlega frá því þegar henni var nauðgað fyrir 10 árum síðan, en hún er nú 29 ára gömul. Hún segir að glæpurinn hafi haft mikil áhrif á allt hennar líf síðan þá.

 

gaga3

 

Á fimmtudaginn var (10.12.´15) opnaði hún sig vegna heimildarmyndar um nauðgun í heimvistarskólum og var viðstaddur kærastinn hennar, Taylor Kinney (sem sést á myndunum með henni)

 

gaga2

 

Hún segir: „Eina manneskjan sem getur læknað sjálfan sig í þessum aðstæðum ert þú sjálf, og það er mjög flókið ferli.“

 

gaga1

 

Gaga hélt áfram að bæla þessar ógeðfelldu minningar, og viðurkenndi að hún hefði ekki hfat hugmynd um hvernig ætti að eiga við slíkt áfall: „Ég sagði engum frá þessu í sjö ár. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að hugsa um þetta, ég vissi ekki hvernig ég ætti ekki að áfellast sjálfa mig eða tekja mig sjálfa eiga sök á þessu. Þetta breytti lífi mínu gersamlega. Breytti mér, breytti líkama mínum, breytti því hvernig ég hugsaði.“

 

gaga fors

 

Einnig viðurkenndi hún að hún hefði áfellst sjálfa sig fyrir að skrímslið hafi ráðist á sig: „Ég hugsaði margoft: Hvað gerði ég til að verðskulda þetta? Ég hafði einhverskonar trúarlega sektarkennd blandaða þeirri vissu að ég hefði hvatt til þessa ofbeldis sjálf. Vegna þess hvernig ég klæði mig – ég er ögrandi manneskja. Ég hélt ég hefði hvatt til þessa á einhvern hátt, að þetta væri mér að kenna.“

Með laginu „Born This Way“ sló Lady Gaga hinsvegar í gegn og hefur hún náð að snúa sársaukanum í einhverskonar lausn og styrk. Hún vonast með því að segja sína sögu nái hún til ýmissa kvenna sem hafa ekki kjark til að opna sig hingað til

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!