KVENNABLAÐIÐ

Súperdúllan Heather King (4) toppar vinsældarlista YouTube með 115.000.000 milljón áhorf árið 2015

Hin fjögurra ára gamla Heaven King trónir á toppi vinsældarlista YouTube þetta árið og er hún þannig sennilega yngsti dansari veraldarsögunnar til að bera höfuð og herðar yfir sér reyndara og eldra fagfólk á samskiptamiðlinum.

Geri aðrir betur, en fádæma vinsælt dansmyndband litlu stúlkunnar sem kom út í lagið og sýndi Heaven litlu dansa ásamt vinum við stórsmell Silento Watch Me fékk hvorki meira né minna en 115.000.000 milljóna áhorfa og fer talan enn hækkandi, enda árið ekki á enda.

YouTube tók saman og birti spilunarlista yfir tíu vinsælustu myndbönd ársins nú í vikunni, en listinn telur meira en einfalt áhorf heldur einnig hversu margir hafa líkað við, deilt, leitað eftir, gert grín að, endurgert og skrifað athugasemdir við umrædd myndbönd.

Ekki öll myndböndin eru tónlistarmyndbönd, en hér fer listinn vinsælustu myndbönd ársins 2015!

1. sæti – Heather King dansar við smell Silento – Watch Me:

2. sæti – Liam Neeson í auglýsingu Ofurskálarinnar sló í gegn:

3.sæti – Plastkúluhrekkurinn rakaði inn 50 milljónum áhorfa:

Í 4. til 6. sæti höfnuðu baráttuauglýsing Ad Council sem bar heitið Love Has No Labels, mæmeinvígi Will Ferrell, Kevin Hart og Jimmy Fallon og karókístönt Justin Bieber.

Í 7. til 10. sæti er ofurhugann sem hvarf inn í risastóru, rauðu vatnsblöðruna, látúnsbarkann Calum Scott sem grætti dómara í Britain’s Got Talent, lagvísa lögreglumanninn frá Dover sem brjálaðist úr gleði yfir tónlist Taylor Swift og Barak Obama sem les upp ógeðfelld tíst um eigin persónu, að finna.  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!