KVENNABLAÐIÐ

Furðulegustu hlutir sem fólk hefur reynt að smygla um borð í flugvél

Að dulbúa skjaldböku sem hamborgara? Það var hugmynd sem gekk ekki upp…Hugmyndaflugi fólks virðist lítil takmörk sett þegar koma á ólöglegum varningi úr landi.

Kíktu á þessi vandræðalegu, sprenghlægilegu og ótrúlegu dæmi:

flug eiginm

Reyndu að flytja lík á milli landa

Gitta Jarant og stjúpdóttir hennar voru stöðvaðar á leið frá Englands til Þýskalands. Í för með þeim var eiginmaður Gittu – hinn 91 árs Curt Willi Jarant. Aðeins eitt skyggði á ferðalag þeirra – sú staðreynd að Curt var…látinn. Þær reyndu að rúlla Curt í gegnum tollinn í hjólastól og höfðu sett á hann sólgleraugu. Þær héldu því stöðugt fram að hann hefði einungis verið sofandi og eftir yfirheyrslur var þeim sleppt því ekki voru nægar sannanir fyrir að þær hefðu í raun og veru ætlað að smygla líki yfir landamærin.

flug loris

Maðurinn með apann í buxunum

Maður var stöðvaður á flugvellinum í Dubai með þennan litla krúttlega apa af tegundinni Loris. Ætlaði maðurinn með apann til Nýju Delhi en hafði hann komið honum kirfilega fyrir í nærbuxunum sínum. Er honum oft smyglað því fólk trúir að hann hafi yfirnáttúrulega hæfileika. En litla vininum var bjargað.

flug fors skjaldb

Skjaldbaka eða hamborgari?

Maður að nafni Li reyndi að komast um borð í kínverska vél á leið til Beijing þegar tollverðir sáu eitthvað sem líktist fótum sem stungust úr úr hamborgara sem maðurinn hafði í töskunnin sinni. í fyrstu reyndi Li að neita þessu en þegar tollverðir  lyftu brauðinu af borgaranum játaði hann með semingi að hann vildi einunigs ferðast með besta vini sínum.

 

flug hnifur

Konan sem reyndi að smygla hníf í hári sínu

Kínversk kona reyndi að komast í gegnum málmleitarhlið flugvallar með óvenjulegt hárskraut. Reyndar var það ekkert skraut heldur hárbeittur hnífur. Þegar hliðið pípti gaf konan þá sennilegu úrskýringu að hún hefði meðferðis fullt af ávöxtum sem hún þyrfti að skræla fyrir langt flug.

 

flug cognac

Konan sem mátti ekki ferðast með koníakið

Kona að nafni Zhou vildi ferðast með 700 ml af dýru koníaki frá Bandaríkjunum til Kína. Ólöglegt er að ferðast með meira en 100 ml af áfengi  í flugi til landsins þannig konan brá á það ráð (enda dýrt koníak) að drekka hreinlega 600 ml af koníaki í tollhliðinu. Brátt fór hún þó að rúlla um gólfið vegna ölvunar og var úrskurðuð of drukkin til að fljúga. Síðar sá hún þó sóma sinn í því að biðjast afsökunar á atvikinu.

flug gifs

Maðurinn með kókaíngifsið

Maður nokkur reyndi að komast í hjólastól með gifs á öðrum fæti í gegnum tollinn á flugvellinum í Chile. Yfirvöld fundu ekki eingöngu kippu af bjór í hjólastólnum heldur uppgötvaðist að gifs hans var búið til úr hreinu kókaíni! Gifsið var heldur bláleitt sem gaf til kynna að um fíkniefnið væri að ræða. Maðurinn var þó í raun tvífótbrotinn og grunaði saksóknara að hann hefði sjálfur brotið á sér fótinn til að standa að smyglinu.

 

plantillita3

Maðurinn sem reyndi að smygla sjálfum sér

Á flugvellinum í Barcelona fékk maður einn góða hugmynd (að honum fannst). Ef hann myndi smygla sér sjálfum í ferðatösku myndi það gera honum kleift að ræna verðmætum úr öðrum töskum. Hann var þó stöðvaður í byrjun ferðar þar sem ferðataskan sem innihélt manninn var of þung til að komast á farangursbandið.

Lögreglan mætti á svæðið og handtók hann umsvifalaust.

 

flug snakar

Snákamaðurinn

Ef þú manst eftir myndinni “Snakes on a Plane” hefur hún sennilega veitt þessum manni innblástur.

Maðurinn reyndi að ferðast frá Ástralíu til Bangkok á Tælandi með hvorki meira né minna en 42 snáka í farangrinum, þar á meðal einn afar sjaldgæfan. Snákarnir fóru í dýragarð og maðurinn í fangelsi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!