KVENNABLAÐIÐ

The Weeknd og Bella Hadid skuggalega flott – In the Night

Blóðugt myndband við nýjustu smáskífu The Weeknd, In the Night, sýnir nektardansmeyjar fíra af skammbyssum, aflífa harðsvíraða kynferðisglæpamenn og bjarga lífi söngvarans en þetta er þriðja smáskífan sem út kemur af metsölualbúmi hans, Beauty Behind the Madness.

Myndbandið, sem er í hráum gæðum, er sex mínútuna langt, leikstjórn var í höndum BRTHR en tökur fóru fram í Brooklyn, New York og fylgir kanadíska R&B goðinu eftir þar sem hann syngur til unnustu sinnar í byljandi regni og fylgist með nektardansi á næturklúbbi þar sem kærasta hans, Bella Hadid, sem einnig er ofurfyrirsæta stígur á svið.

Skærir litir, hröð sjónbrot og hrottafengið ofbeldið tekur á sig banvæna mynd þegar asískir glæpamenn taka Bellu höndum með þeim afleiðingum að stúlkurnar á strippbúllunni yfirbuga þá með hrottafengnum hætti. Sjálft myndbandið nær svo hámarki þegar forsprakkinn miðar skammbyssu á hnakka The Weeknd og er í þann mund að þrýsta á gikkinn þegar Bella tekur mál í sínar eigin hendur og skýtur launmorðingjann beint í höfuðið.

Myndbandið kom út í gærdag, í beinu framhaldi af opinberun tilnefninga til Grammy verðlauna, en The Weeknd hlaut tilnefningar í sjö flokkum þetta árið, meðal annars fyrir breiðskífu ársins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!