KVENNABLAÐIÐ

Trans-Ísland: „Kærastan þín var aldrei strákur … “

Hvernig virka kynfærin á þér nú þegar skurðaðgerðin er yfirstaðin? Hvernig sefur þú hjá? Af hverju varstu ekki bara hommi eða lesbía?”

Þessum og fleiri áleitnum, algengum, óviðeigandi og allskonar spurningum svara meðlimir Trans Ísland í heiðarlegu, blátt áfram og hrífandi fræðslumyndbandi sem Trans Ísland skipulagði og framleiddi í samvinnu við félagsfólk sitt og kom út fyrr í dag. Að því er kemur fram í upplýsingatexta á Facebook síðu samtakanna tók undirbúningur og úrvinnsla nokkra mánuði en tilgangurinn með útgáfunni er sá að fræðast, gleðjast og hlæja með með frábæru og yndislegu fólki.

Í tilkynningunni sjálfri sem einnig má lesa hér segir að hægt sé að horfa á myndbandið með enskum texta, en jafnframt óska samtökin þess að vilji fólk fá textaða útgáfu á öðru tungumáli en ensku í fræðslu- og upplýsingaskyni, sé hægt að skrifa samtökunum á netfangið trans@samtokin78.is

Trans Ísland er að finna á Facebook en einnig má leita upplýsinga á vefsíðu samtakanna:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!