KVENNABLAÐIÐ

DIY: Föndraðu gullfallegt körfusett úr gömlum tímaritum og aflóga grillpinnum!

Hæ! Áttu gamla grillpinna sem mega muna fífil sinn fegurri í vonda veðrinu sem geisar fyrir utan húsið? Hvað með pípuhreinsara sem gleymdust ofan í skúffu eftir síðasta jólaföndur?

Áttu skæri, föndurlím, afgangsdagblöð og auglýsingabæklinga sem ætlunin er að henda í ruslið? Leiðist börnunum þófið í snjóbylnum? Hvers vegan ekki að bregða á leik og hreinlega föndra jólagjafir handa ömmu og afa? Nú, eða búa til körfusett sem fer inn í eldhús eða í stofugluggann?

Alveg er það hreint út sagt magnað hversu lítið þarf til að gleðja augað og hversu skemmtilegt það er að föndra með fjölskyldunni, að ekki sé talað um alla aurana sem sparast þegar hráefnið er sótt inn í geymslu en ekki úti í næstu föndurbúð!

Hafið eftirfarandi hugfast: Ef grillpinnar úr tré eru notaðir í föndrið er ágætt að leggja grillpinnana í bleyti í eldhúsvaskinum / djúpri fötu og láta liggja í sólarhring, til að mýkja upp tágarnar áður en þær eru fléttaðar saman! Góða skemmtun!

Newspaper basket.By: Gustamonton, manualidades.——————————Our DIY Page: DIY Met Daan

Posted by Vlechten met Daan on Thursday, December 3, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!