KVENNABLAÐIÐ

Mjúkar kvenmannslínur senda karlmenn í sæluvímu

Að horfa á kvenmannslíkama sem er með mjúkar línur virkar eins og verðlaun fyrir karlmenn, svona svipað og að fá sér í glas, segja nýjustu rannsóknir. Þessar nýju niðurstöður gætu aðstoðað við að útskýra af hverju karlmenn eru oft uppteknir af klámi.

Mjúkar línur og breiðar mjaðmir á konum er tengt við frjósemi og góða heilsu. Stundaglas-línurnar þykja kynþokkafullar og hafa rannsóknir í gegnum tíðina hjá mismunandi menningarheimum sýnt þessar niðurstöður.

Til að komast til botns í þessu máli fengu vísindamenn 14 karlmenn, alla um 25 ára til að meta til einkunnar myndir af afturenda á sjö konum sem voru teknar fyrir og eftir aðgerð, til að gefa þeim mýkri línur og stærri afturenda.  Þessar aðgerðir voru ekki til að minnka fitu, heldur var henni dreift með því að taka fitu af mittinu og sprauta henni í afturendann hjá konunum.

Heilaskönnun hjá karlmönnunum sýndi það að sjá myndir eftir aðgerðina varð sá hluti heilans sem tengist verðlaunum virkari og einnig svæði sem tengjast viðbrögðum við eiturlyfjum og áfengi. Ekkert sem kemur á óvart svo sem. Karlmönnum finnst gaman að horfa á aðlaðandi líkama.

Smelltu HÉR til að lesa frekar um niðurstöður rannsóknarinnar:

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!