KVENNABLAÐIÐ

Kristen Stewart gneistar af fegurð sem Coco Chanel í nýrri stuttmynd eftir Lagerfeld

Kristen Stewart gneistar af fegurð í hlutverki uppreisnargjarnrar leikkonu sem fengin hefur verið til að leika Coco Chanel á sínum yngri árum. Stuttmyndin, sem sjálfur Karl Lagerfeld leikstýrir og markar kynningu á nýrri línu hátískuhússins, Chanel Métiers d’art, sem var frumsýnd á þriðjudagskvöldið í Róm.

Talsverð eftirvænting hefur ríkt í hátískuheiminum og er jólamynda Lagerfeld iðulega beðið í ofvæni á hverju ári. Þá fer Geraldine Chaplin, dóttir Charlie heitis Chaplin, með kunnuglegt hlutverk Coco á sínum efri árum og mun þetta ekki í fyrsta sinn sem Geraldine túlkar hátískuhönnuðinn á sínum efri árum.

Auk þeirra Geraldine, sem hofmóðug sést meðal annars veita blaðamanni símaviðtal í hlutverki Coco á efri árum og Kristen, sem taugaveikluð á svip fer með franskar ljóðlínur, íklædd kjól frá árinu 1910 – fara þau Jameie Bochert, Amanda Harlech og Baptiste Giabiconi með hlutverk í stuttmynd Lagerfeld, sem ber heitið Once And Forever.

Í stuttmyndinni er hulunni svipt af leyndum ástum Coco Chanel, elskhuga hennar sem aldrei steig fram í dagsljósið, en Kristen sagðist í viðtali við Vogue hafa heillast algerlega af hátískuhönnuðinum meðan á tökum stóð.

Því betur sem ég kynni mér líf og persónu Coco, því minna veit ég um konuna sjálfa. Það eitt segir mér alveg heilmikið um hversu stórbrotin persóna Coco Chanel í raun og veru var.

Hér má sjá stuttmyndina Once and Forever sem spannar heilar 11 mínútur og markar frumsýningin upphaf á listrænu samstarfi Kristen og Lagerfeld, en stúlkan mun eitt af andlitum Chanel á komandi ári: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!