KVENNABLAÐIÐ

Dásamlegt hugvit: Prjónar teppi með höndunum

Átti enga prjóna og slær í gegn með gullfallegum teppum: Hin úkraínska Anna Marienko fékk afar góða hugmynd þegar hún fann risastóra rúllu af merinoull. „Ég fékk þessa skyndilegu hugdettu og notaði ímyndunaraflið. Ég átti enga prjóna þannig ég fór bara að prjóna með höndunum.“

 

teppi2

 

Anna selur hönnun sína í netversluninni Etsy og hefur þegar komið sér upp stórum aðdáendahóp sem telur um 34.000 manns. Hún er með tæplega 28.000 fylgjendur á Instagram og eru aðdáendurnir frá öllum heimshornum.

 

teppi1

 

Anna fór svo að framleiða teppin – keypti meira af ull og eitt leiddi af öðru. Hún neitaði að gefa upp hvert kaupverðið er á ullinni en sagði að teppin væru dýr í framleiðslu. Á Etsy eru dýrustu teppin á um 900 USD sem gera um 120.000 íslenskar krónur.

 

teppi4

 

Teppaframleiðslan hefur undið upp á sig, svo að segja, því Anna hefur hannað RISAstóra prjóna fyrir fólk sem vill prjóna sín eigin teppi og selur hún líka ullina sjálfa.

 

teppi3

 

„Ég vil ná langt í lífinu með hönnuninni,“ segir hún og óskar þess heitast að fyrirtækið teygi anga sína til Evrópu og stærri borga Bandaríkjanna. Miðað við viðtökurnar á Etsy er ekki ólíklegt að þessari 27 ára gömlu hugmyndaríku konu frá Kiev í Úkraínu takist það…

 

teppi5

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!