KVENNABLAÐIÐ

Kraftaverkasaga Zorro sem skilinn var eftir í poka uppi í Heiðmörk

Búðu þig undir tár við lestur þessarar stórkostlegu sögu um vináttu manns og kattar: Jón Arason skrifaði sögu kisa síns Zorro og segir að hann hafi langað að skrifa söguna frá hjartanu „um minn stórkostlega vin.“

 

zorro1

 

Hér er saga Zorros

Hæ öll. Ég heiti Zorro og er 9 ára.
Hér er sagan mín.
Ég er strákur sem fannst í Heiðmörk í poka þegar ég var ungur.
Einhver hafði skilið mig eftir þar.

Ég var svo heppinn að pabbi minn og vinur í dag fann mig.
Hann læknaði mig frá hræðslu og kenndi mér að líða vel.
Okkur gekk vel til að byrja með en þá fluttum við í nýtt hverfi.
Áður en ég fór þangað var fátt skemmtilegra en að leika mér úti.

Í nýja hverfinu voru margir krakkar í leik kringum húsið.
Þegar ég leyfði þeim ekki að klappa mér reyndu þeir að ná mér.
Ef þeir náðu mér voru þeir vondir við mig og varð ég hræddur.
Ég byrjaði að óttast krakka.
Þeir fóru að kasta í mig grjóti og hittu oft.

Ég kom oft slasaður heim án útskýringar og var minn faðir áhyggjufullur útaf mínum sárum.
Ég var orðinn það hræddur að ég þorði ekki út.
Ég hékk frekar við gluggadyrnar til að fylgjast með.
En hvert sinn sem ég heyri í krakka flý ég til að fá klapp frá föður mínum.

zorro2

Í dag sést ekkert á Zorro að hann hafi lent í slysi 

Sem betur fór fluttum við fljótlega frá þessum stað.
Vorum komnir í fínt hverfi sem mér líkaði strax við.

Ég var byrjaður að finna fyrir öryggi en einn daginn þegar ég var að skoða mig um, kemur bíll út úr engu og keyrir yfir mig.

Ég ligg meðvitundarlaus á götunni.

Sá sem keyrði á mig keyrði hratt yfir mig en stoppaði bílinn.

Ég hélt hann mundi koma og hjálpa mér.

En hann fór aftur inn í bílinn og keyrði í burtu.

Því betur fer var þar indælis kona sem var að labba með sýna hunda sem sá hvað gerðist. Hún tók mig upp og fór með mig heim til sín.

Hún setti mig inní búr. Ég er ekki vanur búrum þannig að ég hvæsti á hana og ég sá að hún var hrædd.

Ef ég sá hana koma nálægt reyndi ég að klóra hana.

En mér leið illa. Ég datt í dá.

Það vildi svo til að ég var með merkispjald á mér þannig að sú sem fann mig hringdi í pabba og lét vita hvað gerðist.
Ég man hvað ég var ánægður að heyra röddina í honum aftur.

En mér leið svo illa að ég gat ekki hreyft mig.

Ég heyrði pabba hringja á neyðarvakt spítalans og var honum sagt að koma daginn eftir.

Ég grét alla nóttina en um morguninn þegar spítalinn opnaði fór pabbi með mig. Ég gat ekki sýnt neinar tilfinningar því mér leið svo illa.

Læknirinn grandskoðaði mig og kom í ljós að hryggur minn væri mölbrotinn eða á 18 stöðum.

Ég heyrði lækninn segja við pabba að ég ætti enga von og væri heppinn að lifa út nóttina. Þau vildu hafa mig yfir nótt til að fylgjast með mér.

Daginn eftir leið mér enn illa.

Þau hringdu í pabba minn og báðu hann að koma.

Ég heyrði læknirinn spyrja hvort hann vildi svæfa mig því það væri betra fyrir mig útaf sársaukanum.

Pabbi vildi ekki vera leika neinn guð og vildi frekar taka mig heim með sér og sjá til. Hann fékk morfín til að gefa mér í 3 mánuði. Allir sögðu við hann að hann væri vondur að svæfa mig ekki.
Í 3 mánuði gat ég ekki hreyft mig nema gráta. Ég gat ekkert gert sjálfur.

Pabbi minn sá um mig eins og ég væri ungabarn.
Hann skipti á mér og hjálpaði mér við allar aðgerðir.

Eftir 3 mánuði byrjaði mér að líða vel.
Ég harkaði af mér að labba og áður en ég vissi af gat ég labbað aftur.

Þá var komið að öðru heimili sem við fluttum í og búum í dag.
Heimili þar sem ég er loksins öruggur.

Nú í dag er ég sprelllifandi, ég finn ekkert til og er eins og ég hafi aldrei lent í slysi. Sprækur sem lækur! Ég labba eðlilega, hleyp um allt, á fullt af nýjum vinum og sýni pabba á hverjum degi hvað ég elska hann.
Það eru nú 4 ár síðan og er ég svo þakklátur að pabbi hlustaði ekki á lækninn og leyfði mér að lifa því lífi sem ég á í dag.

Mig langaði bara deila minni sögu.

Kveðja Zorro

-Birt með leyfi Jóns Arasonar

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!