KVENNABLAÐIÐ

Gwen Stefani grét á sviði The Voice við flutning skilnaðarballöðunnar Used To Love You

Gwen Stefani sýndi stórtakta á sviði The Voice nú á sunnudagskvöld, þar sem hún flutti metsölusmellinn Used To Love You sem fróðir segja óð til Gavin Rossdale, en stjörnuparið sleit samvistum sem kunnugt er nú í ágúst.

Sjálf hefur Gwen, sem gaf fyrst út tilfinningaríka ballöðuna nú í haust, kynnti svo myndband til sögunnar og flutti flugbeittan textann á sviði American Music Awards nú fyrir skemmstu, aldrei viljað gangast við því að melódían sé óður til skilnaðarferlis þeirra hjóna.

Þó er varla hægt að neita því að textinn ber óneitanlega keim af tilfinningalegu niðurbroti konu, sem fengið hefur sig fullsadda af hrottalegri framkomu eiginmannsins, rís endurfædd upp úr ösku sársauka og segir engan vafa leika á því að svikull ástmaðurinn muni aldrei fara höndum um aðra eins konu og hana sjálfa, sem muni aldrei láta blekkjast af innantómum fagurgala aftur.

Gwen hefur fundið ástina aftur í örmum kántrístjörnunnar Blake Shelton, sem hélt varla vatni yfir stórkostlegum flutningi ástkonu sinnar og jós lofyrðum yfir hana á Twitter, en hér fer Gwen á sviði The Voice á sunnudag og dæmi hver fyrir sig:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!