KVENNABLAÐIÐ

Hrikalegasta jólaauglýsing ársins hefur grætt yfir 18 milljónir manns

Hádramatísk jólaauglýsing sem segir frá samviskulausum blekkingarvef örvingla gamalmennis hefur valdið miklu tilfinningarugli meðal almennings víða um heim og það ekki að ástæðulausu.

Einhverjir hafa dásamað hugverkið og segja auglýsinguna hafa gjörbreytt áætlunum þeirra um þessi jól, fáeinir Twitternotendur hafa tíst því yfir að flugmiðarnir þetta árið hafi verið endurbókaðir og svo eru það þeir sem segja söguþráðinn siðlausan og að ekki megi setja eigið andlát á svið í þeim eina tilgangi að sníkja út ást og hlýju.

Dæmi hver fyrir sig, en sennilega er hér komin ein af eftirminnilegri jólaauglýsingum sem út hafa komið á þessum áratug, en það er þýska stórmarkaðskeðjan Edeka, sem ábyrgist þessi þungmæltu skilaboð fyrir hátíðarnar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!