KVENNABLAÐIÐ

Áfallastreita gengur í erfðir og minningar eru bundnar í DNA – Myndband

Minningar ganga í erfðir, ef svo má að orði komast og viðbrögð eru þannig ekki alltaf áunnin heldur liggja í genum. Þetta og meira til kemur fram í nýrri umfjöllun sem MinuteEarth hefur tekið saman, þar sem skilgreint er á einfaldan og aðgengilegan máta hvernig má vera að börn hljóti meira en einfaldan DNA kóða að gjöf frá foreldrum sínum við fæðingu.

Öfugt við það sem flestir telja geta minningar, persónulegir erfiðleikar og jafnvel áföll gengið í erfðir til barna og það í bókstaflegum skilningi. Má þannig ætla að lofthræðsla erfist jafnvel, svo eitthvað sé nefnt en um er að kenna ákveðinni breytingu sem verður á DNA einstaklingsins við t.a.m. endurtekin áfallaviðbrögð (sumsé beinbrot í kjölfar þess að skrika fótur, svo eitthvað sé nefnt).

Í þessu myndbandi má sjá á einfaldan og aðgengilegan máta, með hvaða hætti börn erfa óbeinar minningar og viðbrögð frá foreldrum sínum:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!