KVENNABLAÐIÐ

SMOKKASPRENGJUR tröllríða netinu í göfugum tilgangi – Myndband

Vatnsfylltir smokkar og skríkjandi ungmenni tröllríða internetinu þessa dagana; myndbönd sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, sýna troðfulla smokka hylja höfuð skellihlæjandi og fáklæddra einstaklinga sem sprengja svo vatnsblöðruna og veltast um í gólfinu af hlátri.

Ekki allir vita þó af hverju fólk tekur upp á þessari vitleysu, en tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi smokka og svo einnig þeirri staðreynd að smokkar eru ekki jafn litlir og óþægilegir fyrir getnaðarliminn og margir karlmenn vilja halda fram.

Áskorunin, sem ber einfaldlega heitið #condomchallenge, gengur út á að fylla smokk af vatni og dúndra svo pokanum á höfuð einhvers. Ef farið er rétt að, springur smokkurinn ekki heldur hylur einfaldlega höfuðið og sprengja verður smokkinn handvirkt til að fá vatnið út.

Rökin eru þessi; ef smokkur sem er yfirfullur af vatni getur hulið höfuð fullorðinnar manneskju án þess að springa, þá eru þau rök að smokkurinn sé of lítill fyrir getnaðarlim karlmanns algjört bull.

Reyndar er sannleikurinn sá að smokkar eru búnir það miklu þanþoli að einn smokkur gæti hæglega rúmað þrjár stórar vatnsmelónur áður en efnið gliðnar og gefur eftir. Hverju sem því líður hefur smokkaáskorunin, eða #condomchallenge verið á floti undanfarna daga og það í göfugum tilgangi – en hér fara nokkur frábær atriði sem tekin voru saman og er að finna á YouTube:

smo

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!