KVENNABLAÐIÐ

Hvernig Jennifer Aniston heldur sér í formi

Jennifer Aniston er ein sú allra fallegasta konan í Hollywood og margir velta fyrir sér hvert sé leyndarmál hennar að halda sér ávallt í topp formi. Ótal sögur af mataræði hennar hafa lent á síðum slúðurblaða og sú nýjasta sem við rákum augun í var að hún lifði á barnamat úr dós. Jennifer var spurð að því um daginn hvort hún lifði á barnamat. „Sorrý, en síðast þegar ég borðaði barnamat síðast var ég 1 árs. Ég hef verið á föstu fæði í rúm 40 ár.“

En hvernig heldur þú þér þá í svona frábæru formi?
„Því miður er engin auðveld skyndilausn. Ef þú vilt líta vel út og vera hraust þá þarftu að æfa reglulega og borða hollt. Það er bara þannig.“

Jennifer segist hafa prófað allskyns megrunarkúra og mataræði í gegnum árin. „Lágkolvetna fæði, 5:2, sítrónukúrinn, Paleo og hvað þetta heitir allt.“

1375203728_jennifer-aniston-zoom

Jennifer æfir eitthvað u.þ.b. 5 sinnum í viku. „Ég er með lóð heima hjá mér og geri æfingar fyrir hendur, armbeygjur og magaæfingar á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Ég tek brennslu í 40 mínútur, spinning, hleyp eða fer á skíðavél eða sitt lítið af hverju. Ég fer þess á milli í pílates og jóga.“

Varðandi mataræðið þá reynir Jennifer að fylgja því að borða sínar hitaeiningar 40% úr kolvetnum, 30% prótein og 30% fitu. Kolvetnin eru aðallega úr ávöxtum og grænmeti, prótein úr kjúkling, fisk og kjöti og fitan úr fiskiolíum, olífuolíu og avakadó.

„Maður verður að leyfa sér að borða ruslfæði öðru hvoru, kannski leyfa sér það einu sinni í viku. Þú þarft ekki að lifa á salati alla daga. Þú þarft bara að sleppa því sem þú veist að þú fitnar af, eins og t.d. hvítt brauð og hvít grjón. Gefur þér enga næringu, aðeins hitaeiningar.“

article-2722165-05E5FCCC000005DC-533_634x865

Hér er venjulegur dagur hjá Jennifer:

Morgunmatur: Gróf brauðsneið ristuð með osti og smjör. Boost með engifer, kókosvatni, avakadó og mangó.

Hádegismatur: Salat með osti, baunum, agúrku og tómötum. Salat með baunum, tómötum, steinselju, lauk og túnfisk. Grænmetissúpur.

Kvöldmatur: Fiskur með grænmeti. Oft lax með miklu grænmeti og brúnum grjónum. Kjúklínga burrito með grænmeti, guacamole og jafnvel sýrðum rjóma.

Af fæðubótarefnum tekur Jennifer inn Omega 3 fitusýrur sem gera mikið fyrir húðina, hárið, hjartað, vigtina og margt fleira.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!