KVENNABLAÐIÐ

SJÖ ástæður þess að ALÞJÓÐLEGI KLÓSETTDAGURINN skiptir sköpum fyrir INDVERSKAR KONUR

Alþjóðlegi Klósettdagurinn er í dag, þann 19 nóvember, en deginum sjálfum er ætlað að vekja athygli á þeirri alvarlegu staðreynd að einungis 2.5 billjónir einstaklinga um allan heim hafa óhindrað aðgengi að ágætri hreinlætisaðstöðu.  

Þannig er aðgengi að klósetti hreinn munaður í Indlandi, en ríflega 60% indversku þjóðarinnar hefur ekki aðgengi að hefðbundnu klósetti og þurfa því milljónir manna að gera hægðir sínar úti í guðsgrænni náttúrunni. Á vefmiðlinum Mashable er að finna ansi fróðlega samantekt sem fréttaritari Mashable í Indlandi, Sonam Joshi, tók saman í tilefni af klósettdeginum en hér tekur hún á sjö helstu ástæðum þess að klósett eru mikilvæg indversku þjóðinni og þá sér í lagi konum og börnum. Hér fer umfjöllun Sonam af Mashable óstytt í íslenskri þýðingu:

1. Lengstu klósettbiðraðir heims er að finna í Indlandi:

Samkvæmt nýútkominni skýrslu á vegum WaterAid, eru klósettbiðraðir svo langar í Indlandi að yrðu allir þeir sem bíða eftir salerninu beðnir að standa í einni langri biðröð, myndi halarófan ná alla leið frá Jörðu og til Tunglsins og þannig tæki 5892 ár að hleypa öllum í röðinni á klósettið.

2. Hvergi á allri jarðarkringlunni hafa fleiri hægðir utandyra:

Í sömu skýrslu og vitnað er til hér að ofan og kom út á vegum WaterAid, kemur einnig fram að 173 einstaklingar þurfi að hafa hægðir sínar á einum og sama ferkílómetranum og það á opnu landsvæði – eða kúka utandyra. Skortur á aðgengi að heilbrigðisaðstöðu leiðir svo af sér alvarlegan heilbrigðisvanda. Hæsta hlutfall nýbakaðra mæðra og nýfæddra barna sem veikjast og jafnvel láta lífið vegna alvarlegra sýkinga og niðurgangs er að finna í Indlandi, en ríflega 140.000 indversk börn undir fimm ára aldri láta lífið á hverju ári sökum veikinda tengdum krónískum niðurgangi.

Hér ferðast ung, indversk stúlka yfir járnbrautarteina með fötu fulla af vatni - sem ætluð er til þvotta eftir að hún hefur haft hægðir utandyra.
Hér ferðast ung, indversk stúlka yfir járnbrautarteina með fötu fulla af vatni – sem ætluð er til þvotta eftir að hún hefur haft hægðir utandyra. Þetta eru þær aðstæður sem milljónir indverskra kvenna og stúlkna búa við í dag.

3. Fyrsta „hægðalausa“ hverfið i Indlandi reis árið 2015:

Það var svo í maí á þessu ári (2015) sem alfyrsta héraðið í Indlandi sem státar af hreinum jarðvegi, (þar sem engan mannaskít er að finna á götum úti), var loks útnefnt, en héraðið ber heitið Nadia og er staðsett í austurhluta Vestur-Bengal. Svo miklum tíðindum þótti afrekið sæta að héraðsstjórn Nadia hlaut alþjóðlega viðurkenningu fyrir mannúðarstörf sín í þágu almennings á vegum Sameinuðu Þjóðanna, eða fyrir það eitt að tryggja öllum íbúum héraðsins óhindrað aðgengi að klósettum.

4. Indverska ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að verkefni sem ber nafnið „HREINT INDLAND“ og miðar að því einu að reisa klósett og salerni fyrir öll heimili áður en árið 2019 er á enda:

Verkefninu var hrundið af stað í október árið 2014 og miðar að því að binda endi á hægðalosun á almannafæri, eða svo talað sé hreint út – útrýma mannnaskít á almannafæri. Mikið hefur áunnist í baráttuni og þannig risu nothæf salerni á 8 milljónum heimila á síðasta ári – allt fyrir tilstilli HREINT INDLAND verkefnisins.

5. Atvinnleysi blasir við þeim sem kúka á götum úti í Haryana héraðinu:

Í síðustu viku hratt héraðsstjórnin í Haryana, sem liggur í norðurhluta Indlands, af stað aðgerðaráætlun sem miðar að því að ráða einungis þá í vinnu sem kúka í klósett og hafa ekki hægðir á götum úti. Lesa má nánar um málið HÉR

6. Stigvaxandi fjöldi kvenna neitar að ganga í hjónaband nema klóett verði að finna á nýju heimili þeirra hjóna að athöfn lokinni:

Þær konur sem krefjast þess að klósett verði að finna á nýju heimili þeirra þegar þær hafa gengið í hjónaband verða æ háværari. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum neyðast um það bil 300 milljón konur og stúlkur til þess að hafa hægðir fyrir utan heimili sitt á hverjum einasta degi, sem gerir þær ekki einungis berskjaldaðar gegn smitsjúkdómum og almennri óværu heldur einnig kynferðislegu áreiti og alvarlegum nauðgunum af hálfu ókunnra karla.

7. Glæst klósettsafn sem er opið er almenningi, er að finna í höfuðborg Indlands:

Safnið ber heitið Sluabh International Museum of Toilets á enskri tungu og er staðsett í Delhi en þar má rekja og skoða sögu salerna undanfarin 4500 ár. Má meðal annars skoða stórskemmtilegar endurgerðir á klósettum; varahlutum og jafnvel ljósmyndum af fjölbreytilegri hreinlætisaðstöðu. Safnið er rekið af indverskum góðgerðarsamtökum og miðar að því að vekja máls á þeim vanda sem skortur á hreinlætisaðstöðu er valdur að í Indlandi.

Mashable greindi frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!