KVENNABLAÐIÐ

Almáttugur! – Hvolpur með ENGA FRAMFÆTUR fær ÞRÍVÍDDARPRENTAÐAN hjólastól!

Æ, almáttugur. Elsku litla dýrið eru orðin sem koma í hugann þegar myndin af litla fjörhvolpinum Tumbles, sem fæddist með tvo fætur, ber fyrir augun.

Tumbles litli fæddist ekki einungis með tvo afturfætur, heldur býr hann yfir svo miklum andlegum dug og er svo sneisafullur af lífsgleði og baráttuhug að aðdáun sætir. Þessi litli loðbolti hafnaði á dýraathvarfi skömmu eftir fæðingu, hefur fengið bestu aðhlynningu sem völ er á og á von á sérhönnuðum hjólastól sem væntanlega mun vaxa með þessum smágerða krúttbolta sem lætur bókstaflega ekkert standa í vegi fyrir að höndla lífshamingjuna.

… ef þessi litli hvolpur einungis vissi hversu mikil fyrirmynd hann er mörgum! 

A Puppy With Only Two Legs Got A 3D-Printed WheelchairMeet Tumbles the two-legged puppy!

Posted by BuzzFeed on Wednesday, November 18, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!