KVENNABLAÐIÐ

Áður ÓBIRTAR nektarmyndir af Marilyn Monroe líta LOKS dagsins ljós

Háerótísk nekt er ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar Marilyn Monroe ber á góma, heldur óaðfinnanlegir kvöldkjólar, glæst demantshálsmen og daðurkennt brosið sem hún varð heimsfræg fyrir. Einhverjum er þó kunnugt að Marilyn, sem fæddist Norma Jean, var bláfátæk á sínum yngri árum og hóf ferilinn í verksmiðju.

Í sjálfu sér er erfitt að segja til um hver raunveruleg staða hennar var þegar þessar ljósmyndir, sem litu dagsins ljós fyrir skemmstu síðan – en í það minnsta sagði Marilyn sjálf seinna meir að hún hefði verið bláfátæk, knúin áfram af algerri örvæntingu og að hún hefði einungis haft 50 Bandaríkjadali upp úr krafsinu fyrir það stórmannlega verk að afklæðast frammi fyrir ljósmyndara og bera allt við eldrautt flauel í myrku stúdíói.

1447693719-syn-cos-1447683458-syn-hbz-1438349807-syn-rbk-1438334680-marilyn-monroe-naked-calendar-4

Það var ljósmyndari að nafni Tom Kelley sem tók seríuna sjálfa árið 1949 í myndveri sínu í Hollywood en sjálf var Marilyn aðeins 22 ára að aldri. Hún kvittaði fyrir tökuna undir dulnefninu Mona Monroe, þar sem hún vildi fyrir alla muni halda eigin virðingu og sagði að góðar stúlkur sætu ekki fyrir á nektarmyndum.

1447693720-syn-cos-1447683460-syn-hbz-1438349809-syn-rbk-1438334726-marilyn-monroe-naked-calendar-1

Að sögn sárbað hún ljósmyndarann að segja engum frá því sem hafði gerst:

Þú verður að lofa mér því að varðveita þetta leyndarmál sama hvað gerist. Það sem meira er, ég vil að þú takir myndirnar á þann hátt að ég verði óþekkjanleg; enginn má bera kennsl á mig á þessum myndum.

Ljósmyndirnar, sem sýna sjálfa Monroe kviknakta frammi fyrir logarauðu flaueli þóttu alveg gífurlega djarfar árið 1949 en serían þjónar líka sem merkur minnisvarði um hvernig myndvinnsla var framkvæmd áður en Photoshop kom til sögunnar; t.a.m. hvernig var hægt að skerpa á förðun og skipta um föt á fyrirsætum, eða bæta fleiri lögum við upprunalegu nektarmyndina.  

1447693721-syn-cos-1447683461-syn-hbz-1438349811-syn-rbk-1438334766-marilyn-monroe-naked-calendar

Serían sjálf, sem fullunnin leit dagsins ljós tveimur árum seinna í formi dagatals frá prentfyrirtæki, hefur ávallt gengið undir nafninu Rauðu Flauelsljósmyndirnar. Þó komst heimspressan ekki á snoðirnar um sannleikann sjálfan fyrr en árið 1952 þegar loks komst upp að óþekkta gyðjan sem prýddi Gyllta Draumadagatalið (Golden Dream Calendar) var orðin heimsfræg kvikmyndastjarna.

1447693723-syn-cos-1447683462-syn-hbz-1438349813-syn-rbk-1438334858-marilyn-monroe-naked-calendar-2

Mógúlar 20th Century Fox höfnuðu tilvist ljósmyndaseríunnar og vöruðu Marilyn sjálfa eindregið við því að serían gæti eyðilagt feril hennar, en hún játaði engu að síður í viðtali að hún væri stúlkan á ljósmyndunum, samhliða því sem hún ræddi opinskátt hversu erfitt líf hennar var á umræddu tímaskeiði og hversu sárlega henni skorti aurinn.

1447693724-syn-cos-1447683463-syn-hbz-1438349816-syn-rbk-1438334618-marilyn-monroe-naked-calendar-3

Ljósmyndirnar, sem nýverið komu í leitirnar, eru hluti af glæstri listljósmyndasýningu á vegum listaverkafyrirtæksins Limited Runs en talið er að nektarmyndirnar af Marilyn geti verið hárra fjárhæða virði.

Cosmopolitan greindi frá

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!