KVENNABLAÐIÐ

Jeff Buckley skyldi eftir sig fjölda óútgefinna laga sem koma út á nýrri breiðskífu í mars

Jeff Buckley er ekki af baki dottinn, ef svo má að orði komast, þó ein þrjátíu ár séu liðin frá andláti gullbarkans sem einungis gaf út eina breiðskífu sem bar nafnið Grace, áður en hann andaðist aðeins þrítugur að aldri, árið 1997.

Þannig lifa verk hans enn og nú stendur til að gefa út heila breiðskífu með áður óútkomnum upptökum af endurhljóðblönduðum smellum sem Jeff hljóðritaði rétt fyrir andlát sitt. Breiðskífan mun bera heitið You and I og er væntanleg á markað í mars á næsta ári. Upptökurnar sem eru tíu talsins, fundust fyrir hreina tilviljun þegar starfsmenn útgáfufyrirtækisins Sony Legacy voru að fara gegnum gagnasafn sem innihélt upptökur frá stúdíódögum Buckley, í þeim tilgangi að endurútgefa breiðskífuna Grace til að heiðra 20 ára útgáfuafmæli.

Á nýju breiðskífunni má meðal annars hlýða á endurgerð Buckley af laginu Just Like a Woman eftir Bob Dylan og einnig hans eigin útgáfu af smelli Sly and the Family Stone; Everyday People.

Síðari smellinn má heyra hér að neðan og augljóst að óútkomin breiðskífa Buckley verður engin smásmíði heldur listavel gerð:  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!