KVENNABLAÐIÐ

Veggjaskáldskapur prýðir valda húsgafla í Reykjavík í upphafi Airwaves

Borgarstjóri Reykjavíkur deildi þessum fallegu myndum af Facebook síðu borgarinnar fyrr í dag og sagðisti eindregið mæla með því að borgarbúar taki göngutúr alla leið frá Laugavegi og niður á Granda, í þeim tilgangi að bera ferska vegglistina, sem nú má sjá víða um miðborgina, augum.

1891171_10153620880430042_3531245911981617127_n
Ljósmynd: Nika Kramer // Reykjavíkurborg á Facebook

Um er að ræða samstarfsverkefni á vegum Icelandic Airwaves og Urban Nation Berlin sem fengu listamenn frá öllum heimshornum til að skreyta valdar byggingar í Reykjavík undir yfirskriftinni #wallpoetry. Þá hefur Reykjavíkurborg gert listafólkinu hátt undir höfði á Facebook síðu sinni og fylgja í mörgum tilvikum ljósmyndir af þeim ljistamönnum sem komu gagngert til Íslands í þeim tilgangi að fegra húsgafla höfuðborgarinnar.

12193833_10153620880640042_5740844832648892098_n
Ljósmynd: Nika Kramer // Reykjavíkurborg á Facebook

Verkefnið útleggst á íslensku sem Veggjaskáldskapur 2015 og á upptök sín hjá Yasha Young sýningarstjóra, (Urban Nation Brelin) sem vildi tengja skapandi huga frá öllum heimshornum og hvetja þá til samstarfs í listrænni og skapandi miðlun og fara út fyrir veggi gallerísins og upptökustúdíósins.

12191542_10153620880985042_6639238006466986520_n
Ljósmynd: Nika Kramer // Reykjavíkurborg á Facebook

Þetta og meira til kemur fram í upplýsingatexta á Facebook síðu Reykjavíkurborgar, þar sem myndverk og tónlist eru kynnt í glæstu myndaalbúmi og segir einnig í kynningartexta:

Í Reykjavík var listamönnunum úthlutað veggjum í miðborginni sem þeir máttu skreyta að vild. Götulistamennirnir vinna verk sín upp úr lagatextum tónlistarmannanna og má með sanni segja að útkoman sé glæsileg eins og myndirnar bera með sér. Listaverkin glæða miðborgina lífi og vekja eftirtekt og aðdáun vegfarenda.

Eins og fram kemur í upplýsingatexta á Facebook hefst Iceland Airwaves á morgun, miðvikudaginn 4 nóvember og mun tónlistarhátíðin standa yfir til 8 nóvember, en þetta er í sautjánda sinn sem hátíðin rís í Reykajvík. Áætlað er að um 240 listamenn komi fram í ár, á u.þ.b. 13 tónleikastöðum en auk þess verða fjölmörg atriði í boði á Off-venue dagskrá Airwaves í ár.

12106775_10153620880620042_6599151543135240530_n
Ljósmynd: Nika Kramer // Reykjavíkurborg á Facebook

Nánari upplýsingar um Airwaves má nálgast HÉR en á Facebook síðu Reykjavíkurborgar má hins vegar skoða ALBÚMIÐ sem inniheldur m.a. ljósmyndir af sjálfu listafólkinu og valin tónverk sem flutt verða á hátíðinni í ár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!