KVENNABLAÐIÐ

K Y N Ó R A R: Hulunni svipt af erótískum órum kvenna

Hér koma nokkar staðreyndir um hvað konur vilja, af hverju þær vilja það og hvernig er hægt að hrinda því í framkvæmd … fyrir ykkur bæði. Já, auðvitað lumar hún á fantasíum rétt eins og þú og henni dauðlangar að deila þeim með þér. Að deila fantasíum er spennandi, ekki satt? Rannsóknir hafa leitt í ljós að karlmenn og konur deila sömu fimm topp fantasíunum … kemur það nokkuð á óvart?

1. Sjáðu mig

80% kvenna dreymir um að snerta sig meðan þú horfir á (og lærir um leið).

Kveikjan

Sú staðreynd að hún kveikir í þér um leið og hún fullnægir sjálfri sér, kveikir líka í henni – hún upplifir sjálfa sig kynþokkafulla fyrir vikið.

Gerðu það að veruleika

Meðan á forleik stendur, skaltu grípa létt í hönd hennar og læða henni mjúklega niður að sníp hennar. Fjarlægðu þína eigin hendi og leyfðu henni að halda óáreittri áfram, meðan þú lætur hendurnar leika um líkama hennar. Dragðu þig mjúklega í hlé og njóttu sýningarinnar sjálfur – nema þú viljir taka virkan þátt og þjónusta sjálfan þig á meðan. Hún á eftir að elska það…

2. Yfirbugun

66% kvenna dreymir um að vera handjárnaðar

74% kvenna þrá að vera rasskelltar meðan á kynmökum stendur

63% vilja að þú grípir í hár þeirra í miðjum samförum

Kveikjan

Samfélagslegar reglur hvetja konur til að líta á sjálfa sig sem uppsprettu losta; það eitt að vera bundin og rasskellt gerir henni kleift að líða sem slíkri.

Bónus: snarpur rasskellur getur örvað næma taugaenda á skeiðarsvæðinu …

Gerðu það að veruleika

Í miðjum samförum skaltu grípa mjúklega um úlnliði hennar og draga hendur hennar upp fyrir höfuð, með annarri hendi. Notaðu lausu hendina til að gæla við líkama hennar. Því næst skaltu binda úlnliði hennar fasta með reipi gerðu úr lengju af eldhúspappír (það hjálpar að vita að hægt er að losa um hnútana ef því ber að skipta.)

3. Kynlíf á almannafæri

51% kvenna langar að prófa kynlíf í háloftunum

64% kvenna langar að njóta ásta á opinberum stað

43% kvenna dreymir um að eiga óforskammað ævintýri á vinnustaðnum

Kveikjan

Óttinn við að vera gripinn skerpir á öllum skilningarvitum, sem gerir ykkur kleift að einbeita ykkur að kynferðislegri reynslunni …

Gerðu það að veruleika

Ef svefnherbergið er útbúið glugga, skaltu byrja á því að hafa gluggatjöldin frádregin; þá er bakgarðurinn við heimili ykkar alltaf tilvalinn ef ykkur langar virkilega að ganga alla leið …

4. Klámmyndir

40% kvenna langar að gera kynlífsmyndband með rekkjunaut sínum

72% kvenna eru hrifnar af klámi og vilja horfa á erótíska mynd yfir ástarleik

Kveikjan

Könnun sem var gerð við Stanford háskólann leiddi í ljós að konur geta náð kynferðislegu hámarki á innan við tveimur mínútum meðan þær horfa á klámmynd. 40% þeirra kvenna sem rannsóknin náði til viðurkenndu að hafa horft á klámmyndir eða að hafa heimsótt erótískar vefsíður meðan þær voru einar heima.

Gerðu það að veruleika

Ekki byrja á hráu klámi sem inniheldur gróft kynlíf. Veljið frekar viðeigandi mynd í sameiningu.

5. Þriðja elementið

25% kvenna dreymir um að sofa hjá maka sínum og annarri konu samtímis

81% kvenna gæla við þá hugmynd að taka leikföng með í rúmið

47% kvenna langar að heimsækja nektardansstað með ástmanni sínum

Kveikjan

Sannleikurinn að baki þessum fantasíum er sá draumur konunnar að fullnægja leyndum þörfum þínum. Því meiri örvun sem þið bæði upplifið, því kraftmeiri verður fullnægingin. Flétta af munnmökum, handstýrðri örvun og kynmökum auka á líkur þess að kona fái fullnægingu um ein 89% og er það ekki lítið.

Gerðu það að veruleika

Kynlífsleikföng geta laðað fram fantasíur um þriðja aðila. Því er gott að byrja á dótakistunni heima fyrir. Næst er gott að heimsækja nektardansstað saman (ef slíkt er fyrir hendi).

Ef ykkur þykir gaman að sjá hvort annað njóta einkadanssýninga, getið þið fikrað ykkur yfir á næsta stig með nektardansara. Gætið ykkar þó vandlega áður en þið hleypið þriðja aðila inn í svefnherbergið, því hættan er sú að þið leggið samband ykkar í talsverða hættu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!