KVENNABLAÐIÐ

Dásamlegt – DÁDÝRSKÁLFUR og KANÍNUUNGI eru bestu VINIR!

Örlítið dádýr og skoppandi kanína hafa gert sig heimakomin í lystigarði nokkrum í Bandaríkjunum og það sem meira er, tvíeykið skemmtilega heimsækir sömu slóðirnar á hverjum einasta degi og bregða á leik.

Myndbandið tóku eldri hjón á vegum kristilegra samtaka sem starfa í nágrenninu, en upptakan sem gerð var í ágúst sl. gerði bókstaflega allt vitlaust á netinu – fór stórum á Facebook, fjölmiðlar komust í málið og voru rosknu hjónin að lokum beðin um að selja upptökuna af dádýrskálfinum að leik með kanínunni, sem þau neita að gera.

Fegurðin er fólgin í því að ekkert af þessu er tilbúningur. Dýrin koma hingað á hverjum degi og leika saman. Þau eru algerlega ósnortin fyrir umheiminum og njóta friðar. Það er fallegast alls.

Umfjöllun bandarísku fréttastöðvarinnar KREM má lesa hér, en myndbandið er dásamlegt: 

Real life Bambi and Thumper!Full story: http://bit.ly/1f7SONv

Posted by KREM 2 News on Wednesday, August 12, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!