KVENNABLAÐIÐ

L I S T A S M Í Ð I: FIMM barna FORELDRAR hönnuðu SJÖ manna FJÖLSKYLDURÚM

Fjölskyldur eru alla vega; stórar og smáar, nánar og sundurleitar. Þó alla vega fjölskyldur sé að finna, kjósa sumar fjölskyldur að eyða sem mestum tíma saman; jafnvel í svefni.

Þannig sofa þau Tom og Elizabeth Boyce asamt fimm börnum sínum, værum blundi í risavöxnu IKEA rúmi sem hýsir alla fjölskylduna en þeim hugkvæmdist að smíða risavaxið rúmferlíki úr barna- og hjónarúmi sem fengið er, einmitt, úr IKEA:

„Áður en við settum saman stóra fjölskyldurúmið, einkenndist háttatími barnanna af skælum, kvarti og klögum. Allir slógust og grétu þegar háttatíminn rann upp.“

Úr varð að foreldrarnir gáfust upp og ákváðu að góður nætursvefn væri dýrmætari en einkalíf þeirra hjóna; að allt byggði í raun á því að fjölskyldan gæti sofið um nætur.

Brjálæðislega flott lausn fyrir stóra fjölskyldu í litlu rými: 

IKEA2

Ótrúlegt en satt, rúmferlíkið hefur leyst vanda fjölskyldunnar en slagsmálin sem áður tilheyrðu háttatíma barnanna, eru nú úr sögunni. Þess utan eru foreldrarnir hættir að þurfa að glíma við að koma hverju og einu banri niður á kvöldin; nú eru öll börnin leidd inn í rúm samtímis og eitt af fætur öðru sofna þau værum blundi áður en foreldrarnir leggjast til hvílu.

Merkilegt alveg – en þetta er allur galdurinn að baki fjölskyldurúminu! 

ikea.kura.family.bed.hack

Rúmsmíðin var þó ekki einföld í framkvæmd, en til þess að setja saman fjölskyldurúmið þurfti parið að kafa djúpt ofan í innviði IKEA, en eins og alkunna er, framleiðir húsgagnarisinn ekki fjölskylduhvílu sem getur rúmað heila fjölskyldu með sérafdrepi fyrir foreldra og fimm börn. Hjónin segja hins vegar á bloggsíðu sinni að fjölskyldurúmið hafi ollið straumhvörfum:

Skyndilega voru öll barnaherbergin tóm að nóttu til og börnin, sem ráfuðu áður um ganga heimilisins í myrkri og skældu sig upp í rúm til okkar, sváfu nú værum svefni og allir fengu fullan nætursvefn.“

family_bed_wtwb_1015-152

Ótrúlega skemmtilegt og framúrstefnulegt, en hvort sem þig langar einfaldlega að skoða hvernig fjölskyldurúm eru að gerð eða ert í sömu sporum og parið sem gafst upp og lagði hjónaherbergið undir fjölskylduhvílustað – skaltu fyrir alla muni líta á bloggið hjónanna, þar sem farið er ofan í saumana á ferlinu.

family_bed_wtwb_1015-156

Allur réttur áskilinn: Wandering The World Below

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!