KVENNABLAÐIÐ

Besta BARBIE auglýsingin: „Ég ætla að verða …. þegar ég verð stór!”

Allra besta Barbie auglýsingin sem komið hefur út á vegum Mattel er hér fyrir neðan, en auglýsingin fangar dagdrauma lítilla stúkna sem fá að spreyta sig á eigin famtíðardraumum og svara sjálfar spurningu allra tíma:

„Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?”

Svörin spanna allt frá fótboltaþjálfara í meistaradeildinni til fornleifafræðings og dýralækninga en Barbie lætur hins vegar ekki á sér kræla fyrr en í lok auglýsingarinnar sjálfrar, þar sem litlu stúlkurnar með stóru draumana eru í aðalhlutverki.

Dásamlegt er að fylgjast með þeim stuttu máta sig í skó fullorðinna, þannig fer ein stúlknanna með fróðleik um mannsheilann frammi fyrir vel mönnuðum fyrirlestri meðan önnur segir undrandi gæludýraeiganda að kötturinn hennar geti flogið.

Svo virðist sem faldar myndavélar fangi undrunarsvip þeirra sem á efri ár eru komin, en viðbrögðin eru dásamleg og lýsa mikilvægi ímyndunarleikja barna, sem eru þroskandi og örvandi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!