KVENNABLAÐIÐ

HREKKJAVAKA! – Svona hafa GRÍMUBÚNINGARNIR breyst UNDANFARIN 100 ár!

 

Göldrum gædd grasker, fljúgandi kústsköft og göróttir drykkir; hlæjandi nornir og glottandi afturgöngur. Hrekkjavakan er skammt undan og flestir eru farnir að huga að grímubúningum fyrir stóra daginn sem brátt rennur upp. 

Hrekkjavakan er síður en svo ný af nálinni og þó margir telji siðinn bandarískan, er sú mýta byggð á helberum misskilningi þar sem dagurinn á sér rammíslenskan fyrirrennara. Þá voru það heldur alls ekki Bandaríkjamenn sem fundu upp á sjálfri Hrekkjavökunni sem haldin var hátíðleg meðal Kelta og voru það Evrópubúar sem skáru út ófrýnilega andlit í knæpur – lifandis löngu áður en fagurleit og þrýstin grasker tóku við!

Nóg um það síðar, en við á ritstjórn erum að læðast í Hrekkjavökugírinn og hér má þannig sjá hvaða breytingum grímubúningar sem helgaðir eru Hrekkjavökunni sjálfri hafa tekið undanfarin 100 ár!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!