KVENNABLAÐIÐ

LATEXGALLI Britney Spears RIFNAÐI utan af stjörnunni á SVIÐI í LAS VEGAS

Britney Spears brást aðdáunarlega við þegar rennilás á níðþröngum sviðsbúning hennar gliðnaði undan atorku stjörnunnar á sviði í Las Vegas nú um helgina og sveif um sviðið, þrátt fyrir að búningurinn hefði bókstaflega rifnað utan af þrýstnum líkama hennar.

Britney var í miðjum flutningi á laginu Piece of Me á sviði þegar rennilásinn, sem náði frá hálsi og niður á mjóbak, gliðnaði hreinlega í sundur svo nakinn afturhluti stúlkunnar blasti við öllum áhorfendaskaranum.

Þrátt fyrir djörfulegar björgunartilraunir dansara úr hópi Britney, sem reyndu hvað eftir annað að lagfæra búninginn, kom allt fyrir ekki og þannig dansaði Britney og söng eins og ekkert hefði í skorist, hálfnakin á sviði og sýndi engin sviðbrigði, enda fagmanneskja fram í fingurgóma.

Aðdáandi náði atvikinu á myndband, sem sjá má hér að neðan og sýnir svo ekki verður um villst að ekki einungis er Britney þrautreynd á sviði, heldur er hún einnig með stáltaugar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!