KVENNABLAÐIÐ

F U L L O R Ð I N S: DÖKKT hátíðarsúkkulaði með WHISKEY og PIPARMYNTURJÓMA

Fullorðnir þurfa líka stundum að gæða sér á ylvolgum kakóbolla, helst með forboðnu ívafi og ekki spillir fyrir ef sykurpúðarnir hafa verið lagðir í viskí áður en piparmyntu-rjóminn toppar þennan notarlega vetrardrykk á svölum síðkvöldum. 

Þessa uppskrift má auðvitað reiða fram án þess að súkkulaðilíkjör og viskí komi við sögu, en piparmyntuþykknið er hins vegar alveg ómissandi viðbót og sykurpúðarnir eru ógleymanlegur toppur ofan á þeyttan rjómann. En þetta er eins og þeir sögðu í gamla daga; eftir átta ættu öll börn að vera farin að hátta … og það er þá, en ekki fyrr, sem þeir sem fram á fullorðinsárin eru komin – skyldu brjóta niður dökkt súkkulaði, bæta súkkulaðilíkjör út í ylvolga mjólkina og skerpa örlítið á bragðinu með einföldum viskí. Gott ef þessi er ekki bara kvefbani í ofanálag, en drykkurinn er sannlega rómantískur og hæfir því ástfangnum pörum sem og nánum vinkonum, sem langar að spjalla!

PinkMarshmallows1

U P P S K R I F T:

2 bollar (2 ½ dl) mjólk

90 grömm dökkt (70%) súkkulaði

2 msk súkkulaðilíkjör (Baileys)

1 dropi af piparmyntuþykkni

33 cl (einfaldur) viskí

dark-chocolate

A Ð F E R Ð:

Setjið öll innihaldefni í ágætan pott og hitið á hellu við meðalhita – en hrærið rólega í blöndunni meðan á ferlinu stendur, eða þar til súkkulaðið er bráðið og mjólkurblandan er orðin vel volg. Varist að hafa of mikinn hita á hellunni, þar sem ætlunin er alls ekki að sjóða blönduna heldur að verma drykkinn vel meðan hrært er varlega í með písk.

Ljómandi gott er að bera drykkinn ylvolgan fram með þeyttum piparmyntu-rjóma, viskílegnum sykurpúðum og jafnvel sælgætisstöng til skreytingar.

candycaneNjótið heil!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!