KVENNABLAÐIÐ

LOKSINS! – Hér er BALMAIN línan fyrir H & M sem kemur í verslanir þann 5 nóv!

Satínklæði, bróderaðir kvöldkjólar og aðsniðnir leðurjakkar – loks hefur blómum skrýdd og dásamleg lína Balmain fyrir H & M verið afhjúpuð og það á síðum hátískubiblíunnar Vogue, þar sem Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi hátískuhússins, stiklar á stóru um samstarfið og ástæður þess að einmitt H & M varð fyrir valinu.

Þó Balmain flíkur séu ekki á færi allra að kaupa, er sterkra áhrifa hátískuhússins að gæta í H & M línunni sem til allrar hamingju, er buddu hinnar útivinnandi konu hliðholl en línan verður aðgengileg í öllum verslunum H & M frá og með 5 nóvember nk.

Hrífandi leðurfrakkar, kolsvartar satínbuxur og svimandi háir pinnahælar eru meðal þess sem má bera augum í ljósmyndasafninu sem birtist á vefsíðu bandaríska Vogue. Karlmenn fá eitthvað fyrir sinn snúð líka, því Balmain lína H & M verður fáanleg fyrir bæði kynin, en karlalínuna má skoða á vefsíðu GQ – og er glæsileg í einu orði sagt.

Hér má hins vegar sjá helstu drætti í tískulínu kvenna en sterkar og rómantískar línu Balmain má lesa úr hverjum þræði; allt frá perlubróderuðum síðkjólum og til tælandi leðurfrakka í yfirstærð – en sjálfur sagði Rousteing í viðtali við Vogue að aldrei hefði komið til greina að feta milliveg málamiðlana; hátískulína Balmain væri einfaldlega ekki föl fyrir niðurskurðarúrræði og að þar hefði H & M komið með sterkt mótspil sem lýsti sér í algerri fullkomnun á hönnun hverrar flíkur.

Sjálfur segir Rousteing spennandi tilhugsun að loks verði lína Balmain á viðráðanlegu verði fyrir alla:

Ég elska alla fylgjendur mína á Instagram, því þeir segja mér umbúðalaust hvað þeim finnst um hönnun Balmain. Athugasemdirnar sem fylgjendur mínir á Instagram er ein besta gagnrýni sem ég get beðið um þegar ný lína kemur út. Þetta er fólkið sem mig langar að hanna fyrir; því þetta er fólkið sem myndi leggja ýmislegt í sölurnar til að hafa efni á að klæðast Balmain.  Ég hlakka þess vegna til að kynna samstarf H & M og Balmain og deila með öllum aðdáendum okkar um víða veröld!

Viðtalið við Olivier Rousteing á vef bandaríska Vogue má lesa HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!