KVENNABLAÐIÐ

WET DOGS: Rennblautir og heimilislausir hundar yfirkrútta í dásamlegri ljósmyndaseríu

Hún er klassískur óperusöngvari og ljósmyndari að mennt, en hefur lagt dýraljósmyndun fyrir sig, með sérstaka áherslu á rennblauta hunda. Alveg er það dásamlegt að fylgjast með verkum Sophie Gamand sem hefur naskt auga fyrir smáatriðum og er dásamleg í nálgun við rennblauta krúttmola, sem hrista feldinn og horfa ringlaðir á svip framan í linsuna.

Hugmyndin fæddist þegar Sophie tók höndum saman við dýraverndunarsamtök sem berjast fyrir ættleiðingu heimilislausra hunda undir kennimerkinu #AdoptDontShop – með öðrum orðum; að fólk eigi fremur að líta sér nær og ættleiða þá hunda sem hafa misst heimili sín í stað þess að eyða fúlgum fjár í hreinræktaða hvolpa, sem engin leið er að sjá fyrir hvort muni ílengjast hjá fjölskyldunni.

Sophie hefur oftleiðis látið til sín taka fyrir hönd málleysingja, unnið náið með dýraathvörfum og björgunarhópum sem hafa það eina hlutverk að tryggja öryggi heimilislausra gæludýra og hvetja til ættleiðingar. Nú hefur Sophie loks gefið út sína fyrstu bók, sem ber nafnið WET DOG og inniheldur yfir 120 ljósmyndir af rennblautum og undrandi hundum, sem vingjarnlegir á svip stara framan í linsuna.     

Dásamleg bók sem færi eflaust vel í jólapakkann fyrir dýravininn, en sjálf á Sophie nokkra hunda og heldur áfram að ljósmynda hunda í dekrandi aðstæðum – verk hennar má meðal annars skoða HÉR en að neðan má sjá dásamleg sýnishorn úr sjálfri bókinni sem versla má gegnum vefsíðu Sophie:

Chiki Baby

Chiki-baby_%25c2%25a9sophie-gamand

Oscar Boobear

Oscar_%25c2%25a9sophie-gamand

Marnie

Marnie_%25c2%25a9sophiegamand

Britney

Britney_%25c2%25a9sophiegamand

Britney!

Britney2_%25c2%25a9sophie-gamand

Nicole

Nicole_%25c2%25a9sophie-gamand

Chuchi

Chuchi_%25c2%25a9sophie-gamand

Chelsea

Chelsea_%25c2%25a9sophiegamand

Pucci

Pucci_%25c2%25a9sophie-gamand

 

Marshmallow

Marshmallow_%25c2%25a9sophie-gamand

Marshmallow!

Marshmallow2_%25c2%25a9sophie-gamand

Pancake

Pancakechelsea_%25c2%25a9sophiegamand

Diamond

Diamond_%25c2%25a9sophiegamand SOPHIE GAMAND

Commando

Commando_%25c2%25a9sophie-gamand
Unnamed2_%25c2%25a9sophie-gamand

Wanda

Wanda_%25c2%25a9sophiegamand

Wet Dog Book

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!